10.3.2008 | 22:25
3ja-bíla-játning
Í bloggi dagsins ætla ég að gera smá játningu, en fyrst verð ég að segja að prófið í skólanum í kvöld var mjög stutt og lauflétt, verð virkilega fúl ef ég fæ ekki 10. En þá er komið að játningunni: ÉG Á NÚNA 3 BÍLA!!!! Ég keyri strætó alla daga og má ekkert vera að því að keyra einkabíl, hvað þá bílA. Ég fer alltaf í strætó í vinnuna og þarf ekkert að eiga svona marga bíla. En Birna lét mig hafa bílinn sinn, hún er hætt að nota hann. Þetta er Toyota Corolla árgerð 1993. Ég ætla að fara með hann í skoðun og svo ætla ég að selja hann. Vínrauður og fallegur bíll, bara búið að keyra hann 165 þúsund km. Ný kúpling, nýtt púst, ný framrúða o.fl. Ég ætti að fá a.m.k. 150 þúsund fyrir hann þegar hann er kominn með 09-miða. En ég er búin að setja sjálfa mig í tímabundið bílakaupabindindi
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.3.2008 | 21:39
Próf á morgun!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.3.2008 | 21:26
Mini Hulda
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.3.2008 | 01:12
GPS
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2008 | 00:59
Smá loforð
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2008 | 22:17
Hyundai Elantra árgerð 2002
Jæja, nú er ég búin að kaupa 1. bílinn á þessu ári. Ég keypti Hyundai Elöntru sem var auglýst á barnaland.is. Bílinn er mikið keyrður (108500 km) það er mjög gaman að keyra hann en fólkið sem átti hann vildi losna við hann til að geta keypt sér Patrol. Ég borgaði 257 þúsund krónur fyrir þennan bíl og auk þess borgaði ég eigendaskiptin sem er kr. 2530,-. Ég er mjög ánægð með þetta allt saman og held að ég sé næstum búin að jafna mig á einhverjum árekstri sem mig minnir að ég hafi lent í fyrir nokkru síðan. Viðmiðunarverð á svona bílum er 666.000,- á síðu Bílgreinasambandsins
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.1.2008 | 22:33
Gámaþjónustan
Í gær var ég eitthvað að segja að ég ætlaði að fara að leita mér að annarri vinnu, núna er ég alveg ákveðin í að drífa í því. Ég lenti nefnilega í mjög óskemmtilegu atviki í morgun. Morguninn byrjaði eins og venjulegur morgunvaktarmorgunn, ég vaknaði kl. 5:30, klæddi mig í uniformið, fékk mér morgunmat, var komin í Mjóddina kl.5:59 og fór með sækingarvagninum upp á Hestháls og var komin þangað kl.6:20. Ég keyrði leið 12 í morgun og byrjaði í Skeljanesi kl 7:07. Þegar ég kom á stoppistöðina í Lækjargötu við MR kl.7:14 lenti ég í því að bíll frá Gámaþjónustunni keyrði fyrir mig og ég lenti á honum. Hann fór fram úr mér og beygði upp Amtmannsstíg og varð ekki var við áreksturinn. Framrúðan brotnaði í vagninum hjá mér og glerbrotum og fínum glersalla rigndi yfir mig. Ég fékk áfall en rétt gat séð að það var stór, blár bíll frá Gamaþjónustunni sem keyrði fyrir mig, ég sá ekki númerið á honum því að hann keyrði svo hratt. Ég hringdi í stjórnstöðina í Mjódd og tilkynnti um hvað hafði skeð og reyndi að vera alveg róleg þegar ég sagði varðstjóranum frá þessu og varð mjög undrandi þegar hann bað mig um að róa mig aðeins! Ég beið svo í 25 mín. eftir löggunni, en ég veit ekki hvað margir biðu eftir vagninum, sjálfsagt hafa einhverjir mætt of seint í vinnuna í dag. Varðstjórinn í Mjódd hringdi strax í Gámaþjónustuna og þeir fundu út hvaða bíll var þarna á ferðinni. Bílstjórinn hringdi svo alveg miður sín í stjórnstöðina og baðst margfaldlega afsökunar á þessu. En dagurinn var alveg ónýtur hjá mér (og vagninn skemmdur)
Dægurmál | Breytt 29.1.2008 kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.1.2008 | 22:02
Til hamingju með nýjasta borgarstjórann!
Ég óska ykkur öllum innilega til hamingju með nýja borgarstjórann. Mér lýst samt ekki vel á þetta samstarf frjálslyndra og sjálfstæðismanna. Í málefnasamningnum er nefnilega eitt atriði sem virkar illa á mig: það á að vera ókeypis í strætó fyrir börn, unglinga, aldraða og öryrkja. Strætisvagnar eiga eftir að breytast í félagsmiðstöðvar fyrir unglingana. Litlir krakkar eiga eftir að stelast í strætó í tíma og ótíma án þess að foreldrarnir viti af. Öryrkjar eiga eftir að sitja í vögnunum heilu dagana, til að drepa tímann. Og gamla fólkið á eftir að flykkjast í strætó bara af því að það er ókeypis. Ég sé alveg fyrir mér allt gamla fólkið sem er orðið svo gamalt að það getur varla hreyft sig og varla komist inn í strætó, þetta fólk á allt eftir að flykkjast í vagnana og við vagnstjórarnir verðum að bíða og bíða á meðan þetta fólk kemur sér inn og út. Allar tímaáætlanir eiga eftir að fara úr skorðum. Bráðlega fer ég að leita mér að annarri vinnu
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.1.2008 | 21:59
Garðabraut 22, Akranesi
Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér í janúar að ég hef ekki haft tíma til að kaupa bíl, núna þegar ég er loksins laus úr álögunum (áramótaheitið 2006-2007). Ég hef verið að hjálpa Huldu, dóttur minni, að finna og skoða og kaupa íbúð. Það er betra að hafa öruggt húsnæði þegar barnið fæðist! Hulda og Ingimar kaupa sem sagt 3ja herb. íbúð á Akranesi, á kr. 15.400.000,00
En ekki flýta ykkur í heimsókn, þau flytja í apríl! Barnið fæðist svo í maí eða júní. Þá verður gaman
4.1.2008 | 14:10
Skoðun
Ég vaknaði tiltölulega snemma í morgun, þarf ekki að fara að vinna fyrr en kl. 18:30 í kvöld og hvað var það fyrsta sem mér datt í hug að gera í dag? Auðvitað að fara með jeppann í skoðun! Ég dreif mig upp á Hestháls með jeppann, hann fór á vörubílabrautina og fékk 09-miða en ég þarf að láta yfirfara skökkvitækið og sjúkrakassann (ábending).
Mér fannst 08-miðinn fara jeppanum betur, guli liturinn á 09-miðanum passar ekki við vínrauða litinn á jeppanum. En það er víst ekkert hægt að gera við þessu.
Valdi fór með bílinn sinn og fékk 09-miða. Hvernig finnst ykkur guli liturinn fara við grá-sanseraðan bílinn? Kannski er hægt að venjast þessu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Áslaug Kristinsdóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar