Gleðilegt ár!

Árið 2008 er runnið upp. 2007 fauk út í veður og vind. Ýmislegt skemmtilegt á eftir að gerast á þessu ári, t.d. stefnir í að ég verði amma í maí. Svo á ég kannski eftir að kaupa nokkra bíla á árinu, nú er ekkert áramótaheit að trufla mig.

31.12.07-01.01.08 103


Áramótaheit

Nú er árið 2007 að verða liðið og ég er alveg ákveðin í að strengja ekki áramótaheit um þessi áramót. Síðustu áramót strengdi ég þess heit að kaupa ekki bíl á árinu 2007. Og hvað gerðist? Í apríl keypti ég Toyotu Landcruiser!! Áramótaheit eru ekkert sniðug, en kannski varð þetta áramótaheit mitt til þess að ég keypti bara 1 bíl á árinu. Ég hef ekki tölu á öllum þeim bílum sem ég keypti árið 2006 en í augnablikinu man ég eftir 5 stk. En sem sagt: ekkert áramótaheit núnaWink

Cars

Nú er ég búin að sjá myndina Cars. Arnar Máni og Björgvin komu með myndina í Hellulandið og sýndu mér myndina. Anna frænka ætlaði líka að koma en vegna veikinda komst hún ekki. Vonandi ertu orðin hress núna, Anna! Myndin er mjög skemmtileg og ég skil Arnar vel að vilja eiga alla "leikarana" í myndinna. Krókur er mjög skemmtilegur og Leiftur McQueen og Solla og Doc Hudson. Kalli kaldi keyrir á alla. Og löggan segir mjög skemmtilega setningu:"Ekki í mínum bæ", þegar Leiftur keyrir á ofsahraða inn í bæinn hans.

Krókur KrókurCars 004

Arnar Máni verður að vera fljótlega með aðra sýningu á myndinni fyrir Önnu frænku.

 

 

                                                                             Krókur í þyrlunni


Skötuveislan afstaðin

Jæja, nú er skötuveislan afstaðin og ég get farið að lifa eðlilegu lífi á ný. Kvíðinn fyrir að þurfa að borða skötu var svo mikill að ég gat ekki bloggað eða gert nokkurn skapaðan hlut í marga daga. En nú er þetta búið. En ég sé það núna að þetta var ekki alveg eins hræðilegt og ég hélt að það yrði. Lyktin var auðvitað ekki góð, en skatan var ekkert mjög bragðvond. Ég borðaði kannski ekkert mjög mörg grömm af skötu en nóg samt til að mér varð bumbult um kvöldið, en ég er búin að jafna mig núna, enda er komið aðfangadagskvöld og ég er búin að borða GÓÐAN jólamat og opna flesta jólapakkana (einn er í Hellulandinu ennþá, opna hann á morgun). Ef einhver vill vita hvað ég fékk í jólagjöf verður sá hinn sami að senda mér fyrirspurn, en Þorsteinn, TAKK FYRIR FRÁBÆRA GJÖF! (mynd af VW og VW-lyklakippa). 

11 dagar til Þorláksmessu!

Á forsíðu 24 stunda í dag er fyrirsögn: Skatan er viðbjóður. Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, segir að skötustækja á Þorláksmessu eigi ekki heima í fjölbýlishúsum, enda sé kæst skata frekar úrgangur en mannamatur.

Á bls. 24 í blaðinu er svo 3ja dálka grein um skötu og fyrirsögnin er: Skötustækjan óvinsæl. Svo er mikil umfjöllun um skötu og fýluna af henni. Spurt er hvort þessum ófögnuði í skötulíki megi ekki úthýsa úr mannabústöðum.

Nú er búið að bjóða mér í skötu á Þorláksmessu og mig grunar að veislan verði haldin í fjölbýlishúsi í Kópavoginum. Ég hef aldrei borðað skötu og veit ekki hvort ég á að hlakka til eða ekki, eða hvort ég á að afboða komu mína í boðið. Það er mikið einfaldara að borða venjulegan mat. Þorsteinn, hvað á ég að gera?


Aldrei kaus ég framsókn

Ég fór í Kolaportið þegar Anna frænka var með sölubás þar í nóvember. Ég hafði ekki komið í Kolaportið í 2-3 ár held ég, en það var mjög gaman að koma þangað, lyktin er alltaf eins. Ég finn oft þessa lykt af fólki sem kemur inn í strætó til mín um helgar, á Lækjartorgi. Og stundum spyr ég fólkið að því hvort það hafi verið fjör í Kolaportinu og fólkið verður alveg undrandi á að ég viti að það hafi verið þar.

En ég hitti Kristján Hreinsson í Kolaportinu, hann var að selja fullt af gömlu drasli sem hafði verið í bílskúrnum hjá honum og svo var hann með disk sem hann gaf út fyrir nokkrum árum. Ég keypti diskinn af honum og hann gaf mér ljóðabók sem heitir Aldrei kaus ég framsókn. Snilldarbók. Kristján hefur ekki mikið álit á framsóknarflokknum, hann vill losna við hann, og hann hefur ort svo margar vísur um framsókn að hann ákvað að gefa út heila bók með vísunum. Ég er að huga um að gefa ykkur smá-sýnishorn, muniði þegar Guðni Ágústsson kyssti belju?

Beljur eru bestu dýr

af bændum landsins studdar

en þeir sem vilja kyssa kýr

kallast jafnan tuddar


12 dagar til jóla!

Jæja, nú er ég að verða búin að jafna mig á að vera komin aftur til Íslands, í kuldann. Ég fór í geymsluna í gær og náði í 7 kassa af jólaskrauti, svo að það er nóg að gera hjá mér í dag við að skreyta. Ég á líka eftir að kaupa allar jólagjafirnar, nema eina, Þorsteinn fær Renault-lyklakippu sem var keypt á Kanarý, vonandi verður hann ánægður með hanaHappy

 


Nýtt albúm!

Ég er komin með nýtt albúm, myndir frá Kanarý. Við tókum 476 myndir í ferðinni en ég set bara örfáar myndir í albúmið. Alltof margar myndir af okkur að drekka bjór, efast um að þið hafið gaman af svoleiðis myndum. Svo vantar góðar myndir frá nektarströndinni.

Nektarströndin, held ég Betri myndin af nektarströndinni


Koníak

Við keyptum 1 lítra af kaupæðisdrykknum koníak í gær. Ekki nema 19 dagar til jóla og ég er bara búin að kaupa eina jólagjöf. Ég verð því að hafa hraðar hendur, koníakið ætti að hjálpa til.

Þorsteinn! Ég fann ekkert fyrir þig sem mig langaði í á Kanarý sem kostaði ca. 400 kr., en þegar ég var að skoða dót í þessum verðflokki rakst ég á smávegis handa þér sem ég keypti, þannig að jólagjöfin sem ég er búin að kaupa er handa þér!!


Ég er komin heim!

Við erum komin heim í Blöndubakkann og nú verð ég að venjast því að hafa íslenska stafi á lyklaborðinu.

Flugferðin gekk mjög vel, við fengum meðvind og lentum á Íslandi kl. 19:26, flugið tók tæpa 5 klt. Flugvélin var ekkert mjög þung, því að við vorum ekki með neina yfirvikt, hver farþegi má vera með 20 kg en við Valdi vorum með samtals 39 kg! Við hefðum sem sagt getað keypt örlítið meira dót (eða föt).

Við fórum í kvöld á American Style í Skipholtinu og fengum okkur fisk og franskar. Skemmtileg tilbreyting að borða fisk, drekka vatn með matnum og skilja ekki eftir nokkrar evrur á borðinu.

Við verðum vonandi fljót að átta okkur á breyttum aðstæðum hjá okkur og á morgun tekur alvara lífsins við; KEYRA STRÆTÓ. Ég fæ að keyra leið 15 og Valdi fær að keyra leið 19. En við byrjum eftir kl.16 á morgun og vonandi verða þetta rólegar kvöldvaktir hjá okkur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Áslaug Kristinsdóttir

Höfundur

Áslaug Kristinsdóttir
Áslaug Kristinsdóttir

Ferðalög, fréttir, fjölgun, fjölskyldan, farartæki, fótknúin farartæki, fróðleikur, fasteignir, fjör, fermingar, fjárfestingar,

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0001
  • Ferðalag 221
  • Ferðalag 101
  • Ferðalag 096

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband