4.12.2007 | 11:16
Allt ad verda búid..
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
3.12.2007 | 22:21
Ekkert sólbad
Í dag var ekkert sólbadsvedur, skýjad og rok. Ég kem jafnhvít heim og ég fór. En ég er hvít og aetla bara ad vera stolt af tví!!
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
3.12.2007 | 22:16
Sídasta kvöldmáltídin...
Vid erum búin ad borda okkar sídustu kvöldmáltíd hér á Gran Canaria. Fórum á kínverska stadinn SLOW BOAT, fengum okkur appelsínu-önd, hrikalega gódur matur. En ádur en vid fengum okkur ad borda fórum vid ad hitta vin okkar: HARRY. Hann tók vel á móti okkur og gaf okkur koníak, vid hlustudum á fréttir og horfdum á fréttir og svo ádur en vid vissum af vorum vid búin ad kaupa digital video-cameru med hördum diski og blóđţrýstingsmćli!! Kostadi samtals 498 . Harry kvaddi okkur sérstaklega vel og sagdist vonast til ad sjá okkur aftur á naesta ári!
Straetó bs. er í einhverjum vandrćđum núna med trúnadarmennina. Valdi er búinn ad vera trúnadarmadur í 4 ár og í október voru kosnir nýir trúnadarmenn, vid komum hingad til ad halda upp á ad Valdi er kaus úr trúnadarmennskunni, en hvad skedur. Nýju trúnadarmennirnir eru ekki búnir ad vera nema nokkra daga og thá segja their af sér, vegna deilna vid framkvaemdastjórann. Vid vitum ekki hvernig thetta endar en okkur hlakkar til ad koma heim og hitta vinnufélagana.
Á MORGUN KOMUM VID HEIM!!
Dćgurmál | Breytt 5.12.2007 kl. 00:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
2.12.2007 | 21:50
Pakk-fréttir
Vid erum búin ad pakka í töskurnar okkar í dag. Á morgun aetlum vid ad vakna snemma og fara í smá-verslunarleidangur, vid höfum nefnilega pláss fyrir meira dót í töskunum!! En vid erum búin ad kaupa allt sem okkur vantar og langar í. Ég aetla samt ad finna eitthvad til ad kaupa. Thorsteinn, viltu eitthvad meira en videó-cameru hjá Harry? Björgvin, viltu eitthvad meira en videó-cameru hjá Harry? Ég hef pláss.
Eftir ad vid vorum búin ad uppgötva ad vid hefdum svona mikid laust pláss, fórum vid út ad borda á norskan stad sem heitir Nya Trollstuen, Örvar Kristjánsson spiladi á harmoniku. Vid fengum okkur svínakjöt og franskar kartöflur, í eftirrétt fengum vid okkur bananasplitt, tá uppgötvudum vid ad vid höfum alveg gleymt ad borda ávexti hérna, vid komum tví vid í súpermarkadi og keyptum nokkur kíló af mandarínum o.fl. Ávaxtakvöld framundan, veit ekki hvad vid höfum mikinn tíma á morgun til ad borda, vid verdum ad reyna ad fylla töskurnar.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
1.12.2007 | 22:48
Nautakjöt
Bordudum nautakjöt á Skansen í kvöld, drukkum sangría fyrir mat og raudvín og bjór med matnum og svo drukkum vid koníak en slepptum kaffinu (tad er bara morgundrykkur). Vid fengum engan vinning í bingóinu en tad er allt í lagi, vid höfum ekki pláss fyrir meira dót.
Vid aetlum ad kíkja adeins á norska barinn á eftir, tad er ordid eitthvad dauft yfir nordmönnunum og vid aetlum ad hressa tá adeins vid, kenna teim ad syngja almennileg lög, ekki bara NEW YORK NEW YORK alltaf.
Í dag fórum vid í göngutúr nidur ad strönd, fullt af fólki í sólbadi. Vid kíktum á nektarströndina en fórum samt ekki í sólbad tar. Ég hef engan áhuga á ad vera nakin í sólbadi. Fer kannski seinna tegar nýjabrumid er farid af blúndunaerbuxunum mínum.
Hvad vid gerum á morgun annad en ad skoda allt góssid sem vid turfum ad flytja heim, kemur í ljós á morgun, kannski verd ég med markad í lobbýinu á hótelinu til ad létta adeins á tessu öllu hjá mér.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
1.12.2007 | 18:55
Laugardagsmarkadurinn
Allt gekk vel í morgun, vid vöknudum, fengum okkur kaffi og ristad braud og fórum á markadinn í San Fernando. Tad urdu miklir fagnadarfundir, tetta var mikid til sama sölufólkid og í gaer og flestir mundu eftir mér! Samt var ég ekki í Ferrari-bolnum í dag. Markadnum var lokad um klukkan 13:00 enda var Valdi ordinn mjög sligadur. Ég fann svo mikid af alls konar skemmtilegu til ad kaupa (svo var ég líka svo heppin af finna hradbanka sem var ekki ordinn tómur, flestir hradbankarnir í nágrenni vid hótelid okkar eru tómir, skil ekkert í tví og bara búin ad vera hér í 10 daga). Vid komumst svo med pokana heim á hótel í leigubíl. Ég aetla ad skoda á morgun hvort ég tharf ad kaupa stóra tösku eda hvort ég sendi eitthvad heim med skipi.
Í kvöld bordum vid á Skansen, tad er svokallad lokakvöld, Heimsferdir skipuleggja dagskrá, bingó og söngur og eitthvad kjaftaedi. Maeting er kl.19:30. Á matsedlinum er nautakjöt, sangría í fordrykk og bjór og raudvín ad drekka med matnum. Svo er einhver eftirréttur, man ekki alveg hvad tad er en tad er örugglega bodid upp á raudvín og bjór med matnum. Segi betur frá tessu á morgun eda seinna í kvöld.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2007 | 22:41
Markadsfréttir
Ég vaknadi eldsnemma í morgun, ca. kl.6, ég var svo spennt ad fara á útimarkadinn í Puerto de Mogán. Rútan kom kl. 8:30 ad saekja okkur og vid vorum komin á markadinn um hálftíuleytid. Fararstjórarnir gengu med okkur í gegnum svaedid fyrst til ad sýna okkur tad. Vid skodudum heilmikid og sölumennirnir voru mjög hrifnir af Ferrari-bolnum sem ég var í. Teir drógu fram alls konar varning med Ferrari-merkinu, handklaedi, húfur, jakka og fleira. En ég var búin ad ákveda ad kaupa ekkert. Vid turfum samt kannski ad kaupa okkur tösku eftir tennan markadsdag, ég keypti t.d. fólksvagn, rosalega flottan og svo keypti ég eitt og annad. Tad var svo gaman ad kaupa 4 eda fleiri hluti tar sem 1 stk kostadi 5, 2 stk 9 og 3 stk 13. Svo kom ég og keypti 4 stk. En ég fékk alltaf gódan afslátt. Svo kom sér mjög vel í dag ad Valdi er gódur ad bera poka. En tegar honum fannst vera komid nóg af pokum vildi hann endilega setjast nidur og kaupa bjór handa mér. Af tvennu illu var betra ad ég drykki bjór.
Vid fórum svo med bátnum til Puerto Rico og rútan beid eftir okkur tar. Siglingin var 25 mín og smá-stopp til ad gefa fiskunum. Skemmtileg sigling (vid fengum sangría). Vid vorum komin á hótelid um 2 leitid, med alla pokana. Vid verdum svo ad athuga um helgina hvernig vid komum öllu góssinu heim.
Í kvöld fórum vid á rosalega gódan indókískan veitingastad sem heitir BALI. Matsedillinn er á íslensku og thjónarnir tala heilmikla íslensku: Takk sömuleidis og takk fyrir kaerlega.
Jaeja, vid aetlum snemma ad sofa í kvöld, í fyrramálid er markadur í San Fernandó, tökum straetó tangad. Gaman í straetó hér. Svo ad kannski verda meiri markadsfréttir á morgun!!
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
29.11.2007 | 21:42
Tungumálakonan Áslaug...
Hrikalega er nú mikill léttir ad vera búin ad laera spaenskuna, var búin ad kvída tví soldid. En vegna fjölda áskorana aetla ég ad blogga á íslensku. Ekki eru allir svo heppnir ad kunna spaensku!
Eftir námid í morgun fórum vid á El Duke, sem er matsölustadur vid hlidina á norska barnum, sem söngfuglarnir eru búnir ad vera á á kvöldin og halda fyrir okkur vöku. Vid fengum okkur stóra bjóra og eftir ad hafa fengid okkur tvo í vidbót gátum vid ákvedid hvad vid aetludum ad fá okkur ad borda, vid pöntudum og fengum svo tvo stóra bjóra í vidbót til ad skola nidur samlokunni sem vid skiptum milli okkar. Vid urdum svo ad leggja okkur adeins en svo fórum vid út aftur og fórum á danskan veitingastad sem heitir Hos Pia, vid sáum nefnilega ad hún var med hamborgarhrygg á matsedlinum og tar sem vid verdum á Vogi um jólin ákvádum vid ad borda jólamatinn í kvöld, vid fengum okkur ad sjálfsögdu raudvín med matnum, en tad furdulega vid tetta var ad ég taladi dönsku vid thjóninn, hann taladi bara dönsku vid mig og ég held ad hann hafi haldid ad ég vaeri dönsk. Mér finnst tetta vel af sér vikid eftir ad hafa verid ad laera spaensku í allan morgun!
Í fyrramálid förum vid á útimarkad í Puerto de Mogán, rútan kemur kl. 8:30, vid aetlum snemma ad sofa í kvöld, vid erum búin ad frétta ad norku söngfulgarnir eru flognir til Tenerife, tad heyrdist til teirra tangad tagar teir voru ad syngja hér og Tenerifar vildu ólmir fá sönginn til sín, lagavalid var svo fjölbreytt: New York, New York, alls konar Queen-lög og ýmis jólalög. Vid sjáum sem sagt fram á ad geta farid ad sofa snemma í kvöld, vid verdum ad vakna um hálfáttaleytid. Vid aetlum ekki ad kaupa neitt á útimarkadnum og vonandi verdur ekki bodid upp á koníak tar, vid erum bara ad hugsa um siglinguna eftir markadinn, ég aetla nefnilega ad taka fullt af myndum á 4GB kortid sem ég keypti hjá Harry (ég get tekid 2015 myndir á kortid).
Á morgum koma svo fréttir af kaupbindindinu sem vid erum búin ad setja okkur í.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
29.11.2007 | 16:37
Escuela para adultos
Buenos días
Desaparecido caracoles gado. Pollo conejo cerdo ternera chultetas. Tortilla espanola poco hecho, par favor. Camarero, una mesa para dos. Helado falta agus caliente. Pasteles tenedor no tenemos luz. Vino tinto blanco fresas atún carne pan miel huevos copos de avena. Dande está pascado salmon. Cuanto cuesta gambas para dos? La electricidad no funciona.
Hasta luego, salud.
Gracías-Adiós,
Buenas noches
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
28.11.2007 | 22:14
Ekkert sólbad
Jaeja, dagurinn byrjadi hjá okkur á tví ad vid vöknudum, um kl. 9, alveg ótrúlega hress midad vid allt sem vid drukkum í gaerkvöldi; 56% hrísgrjónavín á kínverska stadnum og svo af tví ad vid vorum komin í svona háa prósentu fórum vid í búd og keyptum okkur kakódrykk og stroh, en tad er 80%! Vid sátum svo úti á svölum, spiludum rommý og drukkum Stroh í drykklanga stund, ég hef ekki hugmynd um hvenaer vid fórum ad sofa, en vid sem sagt vöknudum eldhress í morgun og eftir ad hafa fengid okkur kaffi og ristad braud med sultu og osti fórum vid út í Yombó-center og fundum Tourist information. Ég lagdi fullt af spurningum fyrir konuna sem vinnur tar, vid vorum nefnilega ad spekúlera í ad fara í thorp sem var byggt sem til ad taka upp vestra, ég vildi fá ad vita um straetó tangad og fleira, konan vard pirrud á mér en tegar hún spurdi mig hvadan ég vaeri ákvad ég ad haetta med spurningaflodid og vid fórum út og bidum eftir straetó, leid 29, hann kom svo von brádar og vid fórum sem sagt í straetó í dag!! Vid vorum svo í kvikmyndaverinu til kl. 15:45 en tá tókum vid straetó til baka. Vid nádum teim áfanga í dag ad fara í straetó. Eftir ad vid hófdum hvílt okkur eftir straetóferdina ákvádum vid ad sjá sjónvarpsfréttir hjá Harry á Ítalíugötunni. Vid vorum komin til hans um kl. 18:30, hlustudum á útvarpsfréttir en tegar klukkan var 19:00 var einhver klikkun í útsendingunni hjá ruv.is og vid sáum ekki fréttirnar en Harry sýndi í stadinn hádegisvidtal vid Vilhjálm Egilsson sem var á Stöd 2, ekki gaman ad hlusta á tad. Vid ákvádum ad kíkja á vöruúrvalid hjá Harry fyrir myndavélar og ádur en ég vissi af var ég búin ad kaupa filter á linsuna og gleidlinsu og 4 GB kort í myndavélina, vid fengum svo koníak og á medan vid vorum ad drekka tad keyptum vid digital video-cameru og GPS-stadsetningartaeki. Harry er gódur (og koníakid hjá honum líka). Vid flýttum okkur svo heim á hótelid ádur en vid keyptum eitthvad meira og skelltum okkur svo á Skansen í Yombó-center, gódur saenskur veitingastadur, vid fengum okkur svo kjúlingabringur og franskar kartöflur og írskt kaffi á eftir, hrikalega gott.
Á morgun aetlum vid ad laera spaensku. Ég hef heyrt ad tad sé frekar fljótlegt af laera spaensku og ef vid vöknum snemma í fyrramálid má alveg búast vid ad naest verdi allt á spaensku hér hjá mér, ég rádlegg tví ykkur ad verda ykkur úti um spaenskar ordabaekur til ad tid getid skilid tad sem ég skrifa hér annad kvöld!
Vid fórum sem sagt ekki í sólbad í dag og ekki er útlit fyrir ad vid förum í sólbad á morgum, spaenskunámid er mun mikilvaegara! En tad er búid ad vera frekar heitt í dag, ca.24 stiga hiti, vona ad ykkur lídi vel á Íslandi.
Dćgurmál | Breytt 29.11.2007 kl. 12:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggiđ
Áslaug Kristinsdóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar