Canari

Í dag var letidagur hjá okkur. Fórum í langan göngutúr og kíktum í nokkrar búdir. Skodudum Kawasaki mótorhjól, Peugeot bíla, örbylgjuofna, tvottavélar og prentara. Endudum á ad kaupa jakkaföt og blúndunaerbuxur!

Kvöldmatinn bordudum vid á kínverskum veitingastad sem heitir SLOW BOAT, fengum okkur 5 rétta máltíd og írskt kaffi á eftir, fengum svo ad smakka hrísgrjónavín, sem er 56 %!!

Vid fórum sem sagt ekkert í sólbad á dag.

Hittum hjólhýsafólkid ádan. 18. skiptid teirra hér!! Töludum heillengi vid tau.

 


Kanarý

Jaeja, nú erum vid búin ad skila Micrunni og okkur tókst ad koma kílómetrateljaranum í 834! Vid keyrdum sem sagt 603 km á 3 dögum. Í dag keyrdum vid adallega fjallvegi og í gegnum ótal marga litla baei, en vid fórum líka adeins til Las Palmas ad sjá gula straetóa, en hér á ensku ströndinni eru graenir vagnar. Tad er mjög gaman ad keyra hérna á Kanarý, a.m.k. maeli ég med tví ef tid komid hingad, en Micran var reyndar mjög kraftlaus og maeli ég ekki med svoleidis bíl í bröttu fjallvegina hérna og á hradbrautirnar.

Vid aetludum í hellaferd sl. föstudag en henni var aflýst vegna ónógar thátttöku, en í stadinn aetlum vid nk. föstudag ad fara á útimarkad og í siglingu, fararstjórinn sagdi ad vid aettum ad taka myndavélina med, og nú bíd ég spennt eftir föstudeginum.

Vid kíktum adeins til Harrys í morgun og keyptum heilmikid hjá honum, teir eru svo snidugir ad selja ledurjakka og fleira, ég keypti 3fót sem kostadi bara 35€. Og nú get ég tekid fullt af myndum af sjálfri mér, tad verdur gaman ad koma heim og setja inn allar myndirnar af mér hér!!

Vid fengum gódar upplýsingar frá fólki sem hefur verid hér á Kanarý og vid erum haett ad fara út ad borda á kvöldin, vid notum eldhúsid í íbúdinni og nú eru pulsur og kartöflumús í matinn naestum öll kvöld! Pulsurnar hér eru betri en SS pulsurnar heima. En vid drekkum reyndar yfirleitt raudvín med pulsunum.

Vedrid hefur verid gott en í dag fengum vid smá-rigningu tegar vid vorum uppi í fjöllunum. Vid eigum alveg eftir ad fara í sólbad en kannski verdum vid í studi til tess á morgun, kemur í ljós...


Hringvegur

Fórum hringveginn á Kanarý í dag. Micran var keyrd 386 km tegar vid lögdum af stad. Vid fórum í vestur til ad byrja med, hrikalegir fjallvegir á austurhluta eyjunnar og margar beygjur á vegunum. Vid komum til Las Palmas um kl.16:00. Okkur fannst mjög heimilislegt tar, tví ad straetisvagnarnir eru gulir tar, vid keyrdum á eftir leid 13 inn í borgina en urdum ad haetta ad elta hann tegar hann fór solo bus. Vid komum aftur á hótelid um hálfsjö og micran er núna keyrd 671 km! Vid vorum sem sagt dugleg í dag.

Hávadi er bannadur á hótelinu eftir kl. 24:00 en á jardhaedinni er norskur bar og tadan koma sko laeti á kvöldin. Syngjandifullir nordmenn halda oft fyrir okkur vöku.


Kanarý

Hallo Anna og Bjöggi! (og adrir sem lesa tetta)

Frekar leidinlegt lyklabord á tolvunni hér á Kanarý en kannski venst tad. Vid erum búin ad hafa tad gott hér. Fengum sérstakar takkir frá fararstjórunum fyrir ad koma med rigningu med okkur, tad rigndi kvöldid sem vid komum, skýfall er kannski rétta ordid, en tad hafdi ekki rignt hér í 6 vikur!!

Vid fengum okkur bílaleigubíl í morgun og erum búin ad keyra 150 km. Rosalegir fjallvegir en gaman ad keyra, margar beygjur en örugglega ekki gott ad keyra rútur á tessum vegum.  En vid fengum Nissan Micra, sem var keyrdur 230 km tegar vid fengum hann, sem sagt nýr bíll. Á morgun er planid ad keyra hringveginn á eyjunni en tad eru ca. 110 km.

Tad eru rosalega margir íslendingar hérna en okkur brá dálítid hér 1.kvöldid tegar vid rákumst á fólkid sem á hjólhýsi á Kóngvegi 7, sem sagt vid hlidina á hjólhýsinu sem ég átti á Kóngsvegi 5 og tau virdast vera á sama hóteli og vid og á sömu haed, en vid höfum ekki rekist á tau aftur.

Vid fórum til Harrýs og ég keypti mér útvarpstaeki, kostadi bara 45  €. Förum örugglega aftur til hans!

Meira seinna.


Hæ Bjöggi!

overland 001

Jæja, þá veit ég að þú lest þetta líka. Auðvitað áttu þvottavél hjá mér, á ég ekki að halda áfram að geyma hana fyrir þig?

Ég setti inn gamla mynd af jeppanum þínum, þarna er hann á litlu dekkjunum. Hvað ætlar þú að gera fyrir hann þegar ég tek bílinn hennar Birnu á morgun? Hann verður einn og yfirgefinn á verkstæðinu, hann er búinn að Corolluna við hliðina á sér í nokkrar vikur en á morgun fer corollan í skoðun og þarf vonandi ekki að fara á verkstæði á næstunni. Kannski verður jeppinn kátur ef hann fær Elöntru við hliðina á sér!


Hæ Anna!

Jæja, nú er búið að sýna viðtalið við Guðlaugu og það hafa mjög margir horft á það. Ótrúlega margir vinnufélagar mínir hafa tilkynnt mér að þeir hafi séð mig í sjónvarpinu og áðan var ég á bensínstöð og útimaðurinn spurði mig hvort ég væri skákdrottning. Það kom svo í ljós að hann hafði horft á sjónvarpið á sunnudaginn. Guðlaug missti af að sjá sig í sjónvarpinu, hún fór til Boston og verður þar þangað til flestir hafa gleymt þessu viðtali!! Ég ætla að vera nokkra daga í viðbót á landinu og svo fer ég til Kanarý, en það er reyndar ekki vegna þessa viðtals.

Ég var í fríi í dag og er búin að fá mér nettengingu hjá HIVE og þar af leiðandi er ég komin með nýtt netfang: aslaugkr@hive.is Anna, þú breytir þessu þá hjá þér við tækifæri (það er enginn annar sem les þetta). Já ég get svo bætt því við að Hulda má setja þurrkarann í þvottahúsið svo að ég þarf að koma á jeppanum í Goðheimana og taka gripinn. Ég hringi í þig til að ákveða tímann!


Sjónvarpsviðtal

Ég lenti í því í gær að Eva María Jónsdóttir hringdi í mig, hún er að taka viðtal við Guðlaugu Þorsteinsdóttur Íslandsmeistara kvenna í skák. Hún vildi taka upp smá innskot í viðtalið. Gulla var búin að nefna mig og fleiri sem skák-vinkonur. Eva María valdi strax að biðja mig, henni  fannst svo sniðugt að tala við mig af því að ég er strætóbílstjóri. "Ertu ekki örugglega í búning?" spurði hún. Ég var ekki mjög spennt fyrir þessu en það endaði með því að hún kom á Hlemm, ég settist undir stýri á strætisvagni og reyndi að svara einhverjum spurningum um Gullu. Ég átti mjög erfitt með að tjá mig með myndatökuvélina upp við andlitið á mér, en ég reyndi að segja eitthvað og það endaði með því að Eva María sprakk næstum úr hlátri og myndatökumaðurinn líka. Ég vona að þetta verði ekki notað í viðtalinu við Gullu, sem verður sýnt á sunnudaginn í Ríkissjónvarpinu. En ég ráðlegg öllum sem lenda í að Eva María hringir og vill viðtal: SEGIÐ NEI !!

 Gulla var að hringja í mig, hún er búin að sjá það sem ég sagði við Evu Maríu og það verður mikið af því sem ég sagði notað í þættinum.


Smá villingur

Það er ekkert grín að keyra strætó. Ég var að keyra leið 12 í dag, ég keyri oftast þá leið og er ekkert vön að villast en í síðustu ferðinni gleymdi ég að beygja þar sem ég átti að beygja. Sem betur fer voru ekki margir farþegar í vagninum, 3 stelpur sem fóru að hlægja þegar ég villtist (það varð til þess að ég rankaði við mér og sá mistökin) og svo var einn maður sem var að fara að sækja bílinn sinn á verkstæði og hann hafði ekki hugmynd um að hvaða leið vagninn átti að fara svo hann sagði ekkert. Ég var að koma úr Austurberginu og Suðurhólum og átti að fara niður Höfðabakkann en fór áfram inn Vesturhóla!! Ég gat ekki stoppað og bakkað, því það voru bílar fyrir aftan mig, ég varð að keyra áfram og það endaði með að ég sneri við í Krummahólunum! Örugglega sjaldgæft að strætó fari inn í sjálfa Krummahólana, (ég hafði ekki tíma til að athuga hvort Helga væri heima). Það tók smá stund að komast inn á rétta leið aftur en það er líklega betra að hafa hugann við aksturinn.

Sniðugur bíleigandi

Ég sá þennan bíl í Mjóddinni um daginnBílar 004.

Þetta getur verið mjög hentugt fyrir lögregluna ef bíllinn lendir á hvolfi, þá snýr númerið rétt og lítið mál að skrifa bílnúmerið í skýrsluna.

(eigandi bílsins er fyrrverandi strætóbílstjóri, hann missti vinnuna eftir að hafa keyrt á biðskýli og skemmt vagninn töluvert en hann ætlar víst að fá sér gleraugu fljótlega)


Ótrúleg leti

Þegar ég ákvað að blogga, hélt ég að ég yrði svakalega dugleg við þetta en ég er bara löt. Ég ætla að sjá til í nokkra daga áður en ég þurrka út þessa síðu. Kannski gerist eitthvað hjá mér...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Áslaug Kristinsdóttir

Höfundur

Áslaug Kristinsdóttir
Áslaug Kristinsdóttir

Ferðalög, fréttir, fjölgun, fjölskyldan, farartæki, fótknúin farartæki, fróðleikur, fasteignir, fjör, fermingar, fjárfestingar,

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0001
  • Ferðalag 221
  • Ferðalag 101
  • Ferðalag 096

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband