Garðabraut 22, Akranesi

Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér í janúar að ég hef ekki haft tíma til að kaupa bíl, núna þegar ég er loksins laus úr álögunum (áramótaheitið 2006-2007). Ég hef verið að hjálpa Huldu, dóttur minni, að finna og skoða og kaupa íbúð. Það er betra að hafa öruggt húsnæði þegar barnið fæðist! Hulda og Ingimar kaupa sem sagt 3ja herb. íbúð á Akranesi, á kr. 15.400.000,00

Garðabraut 22 En ekki flýta ykkur í heimsókn, þau flytja í apríl! Barnið fæðist svo í maí eða júní. Þá verður gamanWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Ég doka þá bara þar til í sumar

Anna Viðarsdóttir, 25.1.2008 kl. 21:03

2 Smámynd: Áslaug Kristinsdóttir

Já, það verður bara að bíða og bíða. Verst hvað það er dýrt í göngin, neyðist líklega til að fá mér veglykil í bílinn (eða bílana) til að fara ekki á hausinn vegna fjölda heimsókna

Áslaug Kristinsdóttir, 27.1.2008 kl. 21:35

3 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Ég er með veglykil. Það er rosalega þægilegt, því að það er lúmskt hvað maður þarf að fara oft í göngin. Hefur reyndar aðeins minkað eftir að Oddný fór til Noregs og Alli til mín  Þá er ekki eins margar ferðir á Skagann og Sigló.

Anna Viðarsdóttir, 28.1.2008 kl. 12:37

4 Smámynd: Áslaug Kristinsdóttir

Það er alveg rétt hjá þér hvað þetta er lúmskt, ég er búin að kaupa 30 miða síðan sl. vor. Ætla að hætta að kaupa miða og fá mér lykil við fyrsta tækifæri. Það er heilmikill sparnaður fyrir þig að Alli flutti til þín!

Áslaug Kristinsdóttir, 28.1.2008 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Áslaug Kristinsdóttir

Höfundur

Áslaug Kristinsdóttir
Áslaug Kristinsdóttir

Ferðalög, fréttir, fjölgun, fjölskyldan, farartæki, fótknúin farartæki, fróðleikur, fasteignir, fjör, fermingar, fjárfestingar,

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_0001
  • Ferðalag 221
  • Ferðalag 101
  • Ferðalag 096

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 32069

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband