Færsluflokkur: Dægurmál
8.3.2008 | 01:12
GPS

Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2008 | 00:59
Smá loforð
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2008 | 22:33
Gámaþjónustan
Í gær var ég eitthvað að segja að ég ætlaði að fara að leita mér að annarri vinnu, núna er ég alveg ákveðin í að drífa í því. Ég lenti nefnilega í mjög óskemmtilegu atviki í morgun. Morguninn byrjaði eins og venjulegur morgunvaktarmorgunn, ég vaknaði kl. 5:30, klæddi mig í uniformið, fékk mér morgunmat, var komin í Mjóddina kl.5:59 og fór með sækingarvagninum upp á Hestháls og var komin þangað kl.6:20. Ég keyrði leið 12 í morgun og byrjaði í Skeljanesi kl 7:07. Þegar ég kom á stoppistöðina í Lækjargötu við MR kl.7:14 lenti ég í því að bíll frá Gámaþjónustunni keyrði fyrir mig og ég lenti á honum. Hann fór fram úr mér og beygði upp Amtmannsstíg og varð ekki var við áreksturinn. Framrúðan brotnaði í vagninum hjá mér og glerbrotum og fínum glersalla rigndi yfir mig. Ég fékk áfall en rétt gat séð að það var stór, blár bíll frá Gamaþjónustunni sem keyrði fyrir mig, ég sá ekki númerið á honum því að hann keyrði svo hratt. Ég hringdi í stjórnstöðina í Mjódd og tilkynnti um hvað hafði skeð og reyndi að vera alveg róleg þegar ég sagði varðstjóranum frá þessu og varð mjög undrandi þegar hann bað mig um að róa mig aðeins! Ég beið svo í 25 mín. eftir löggunni, en ég veit ekki hvað margir biðu eftir vagninum, sjálfsagt hafa einhverjir mætt of seint í vinnuna í dag. Varðstjórinn í Mjódd hringdi strax í Gámaþjónustuna og þeir fundu út hvaða bíll var þarna á ferðinni. Bílstjórinn hringdi svo alveg miður sín í stjórnstöðina og baðst margfaldlega afsökunar á þessu. En dagurinn var alveg ónýtur hjá mér (og vagninn skemmdur)
Dægurmál | Breytt 29.1.2008 kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.1.2008 | 22:02
Til hamingju með nýjasta borgarstjórann!
Ég óska ykkur öllum innilega til hamingju með nýja borgarstjórann. Mér lýst samt ekki vel á þetta samstarf frjálslyndra og sjálfstæðismanna. Í málefnasamningnum er nefnilega eitt atriði sem virkar illa á mig: það á að vera ókeypis í strætó fyrir börn, unglinga, aldraða og öryrkja. Strætisvagnar eiga eftir að breytast í félagsmiðstöðvar fyrir unglingana. Litlir krakkar eiga eftir að stelast í strætó í tíma og ótíma án þess að foreldrarnir viti af. Öryrkjar eiga eftir að sitja í vögnunum heilu dagana, til að drepa tímann. Og gamla fólkið á eftir að flykkjast í strætó bara af því að það er ókeypis. Ég sé alveg fyrir mér allt gamla fólkið sem er orðið svo gamalt að það getur varla hreyft sig og varla komist inn í strætó, þetta fólk á allt eftir að flykkjast í vagnana og við vagnstjórarnir verðum að bíða og bíða á meðan þetta fólk kemur sér inn og út. Allar tímaáætlanir eiga eftir að fara úr skorðum. Bráðlega fer ég að leita mér að annarri vinnu
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.1.2008 | 14:10
Skoðun
Ég vaknaði tiltölulega snemma í morgun, þarf ekki að fara að vinna fyrr en kl. 18:30 í kvöld og hvað var það fyrsta sem mér datt í hug að gera í dag? Auðvitað að fara með jeppann í skoðun! Ég dreif mig upp á Hestháls með jeppann, hann fór á vörubílabrautina og fékk 09-miða en ég þarf að láta yfirfara skökkvitækið og sjúkrakassann (ábending).
Mér fannst 08-miðinn fara jeppanum betur, guli liturinn á 09-miðanum passar ekki við vínrauða litinn á jeppanum. En það er víst ekkert hægt að gera við þessu.
Valdi fór með bílinn sinn og fékk 09-miða. Hvernig finnst ykkur guli liturinn fara við grá-sanseraðan bílinn? Kannski er hægt að venjast þessu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.1.2008 | 13:02
Gleðilegt ár!
Árið 2008 er runnið upp. 2007 fauk út í veður og vind. Ýmislegt skemmtilegt á eftir að gerast á þessu ári, t.d. stefnir í að ég verði amma í maí. Svo á ég kannski eftir að kaupa nokkra bíla á árinu, nú er ekkert áramótaheit að trufla mig.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
31.12.2007 | 01:29
Áramótaheit

Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2007 | 00:46
Cars
Nú er ég búin að sjá myndina Cars. Arnar Máni og Björgvin komu með myndina í Hellulandið og sýndu mér myndina. Anna frænka ætlaði líka að koma en vegna veikinda komst hún ekki. Vonandi ertu orðin hress núna, Anna! Myndin er mjög skemmtileg og ég skil Arnar vel að vilja eiga alla "leikarana" í myndinna. Krókur er mjög skemmtilegur og Leiftur McQueen og Solla og Doc Hudson. Kalli kaldi keyrir á alla. Og löggan segir mjög skemmtilega setningu:"Ekki í mínum bæ", þegar Leiftur keyrir á ofsahraða inn í bæinn hans.
Arnar Máni verður að vera fljótlega með aðra sýningu á myndinni fyrir Önnu frænku.
Krókur í þyrlunni
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2007 | 20:57
11 dagar til Þorláksmessu!
Á forsíðu 24 stunda í dag er fyrirsögn: Skatan er viðbjóður. Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, segir að skötustækja á Þorláksmessu eigi ekki heima í fjölbýlishúsum, enda sé kæst skata frekar úrgangur en mannamatur.
Á bls. 24 í blaðinu er svo 3ja dálka grein um skötu og fyrirsögnin er: Skötustækjan óvinsæl. Svo er mikil umfjöllun um skötu og fýluna af henni. Spurt er hvort þessum ófögnuði í skötulíki megi ekki úthýsa úr mannabústöðum.
Nú er búið að bjóða mér í skötu á Þorláksmessu og mig grunar að veislan verði haldin í fjölbýlishúsi í Kópavoginum. Ég hef aldrei borðað skötu og veit ekki hvort ég á að hlakka til eða ekki, eða hvort ég á að afboða komu mína í boðið. Það er mikið einfaldara að borða venjulegan mat. Þorsteinn, hvað á ég að gera?
Dægurmál | Breytt 16.12.2007 kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.12.2007 | 11:05
12 dagar til jóla!
Jæja, nú er ég að verða búin að jafna mig á að vera komin aftur til Íslands, í kuldann. Ég fór í geymsluna í gær og náði í 7 kassa af jólaskrauti, svo að það er nóg að gera hjá mér í dag við að skreyta. Ég á líka eftir að kaupa allar jólagjafirnar, nema eina, Þorsteinn fær Renault-lyklakippu sem var keypt á Kanarý, vonandi verður hann ánægður með hana
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Áslaug Kristinsdóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar