Atvinnuskírteini

Nú í miðri kreppu, eða réttara sagt í upphafi kreppunnar er ég komin með atvinnuskírteini!! En hvort ég notafæri mér þetta á eftir að koma í ljós en það er búið að bjóða mér leigubíl um helgina. Ég á eftir að ákveða hvort ég þigg boðið, ég á svo erfitt með að taka ákvarðanir (ætli það séu til blómadropar við ákvörðunarfælni?), en þetta kemur bara í ljós seinna.

Harkaraskírteini 002  Svona lítur þetta skírteini út!


Nokkrir dropar...

Nú er langt síðan síðast! Ég var að skipta um tölvu og nýja tölvan fékk einhvern barnavírus eða eitthvað sem gerði hana ónothæfa en henni er að batna hægt og rólega...

Ég er búin með alla blómadropana og nú á ég að vera komin með meiri kjark, minna þunglyndi og meiri gleði.

Ég fór á 3ja daga námskeið í síðustu viku. Einn kennarinn leit yfir hópinn og sagði að við værum mjög kjörkuð. Það þarf mikinn kjark til að vera leigubílstjóri í Reykjavík um helgar, sagði hann. Ég fór sem sagt á harkaranámskeið. Blómadroparnir hafa kannski virkaðW00t en hvort ég á eftir að keyra leigubíl er svo alveg óvíst, það kemur bara í ljós seinna, en kjarkurinn er til staðar!!

Þunglyndið er alveg horfið og ég er orðin svakalega léttlynd. Droparnir svínvirkuðu ótvírætt.

Gleðin er meiri en áður og framundan er ábyggilega enn meiri gleði. Ég útskýri það betur seinna, það er eiginlega of fljótt að segja gleðileg jól núna. Bíðið bara rólegKissing


Mótorhjólagen

Nú er komin skýring á mótorhjólaáhuganum hjá mér, Önnu frænku og Arnari Mána. Mér var send mynd af afa mínum og ömmu, Þorsteini Ingvarssyni og Bergljótu Helgadóttur. Ég veit ekki hvaða ár þessi mynd var tekin en þau voru fædd árin 1906 og 1908 og virðast vera um tvítugt á myndinni.

gamaltmotorhjol

Og hér er nýleg mynd af mér og Hondunni minni

Honda_0303 og eins og þið sjáið eru þetta mjög svipuð hjól; hippar!!

Anna, skýringin er komin, þetta er í genunumGrin


Nokkrir dropar

Í dag eru 16 dagar síðan ég byrjaði að taka blómadropana, ég er ekki enn farin að finna mun á mér en rigingadropunum hefur fækkað örlítið en betur má ef duga skal. Ég hef lítið getað leikið mér á Hondunni en kannski koma þurrir og dropalausir dagar bráðum og þá eyðast bensíndroparnir.

 


Dropadagur

Í dag átti ég frí. Þegar ég vaknaði leit ég út um gluggann og það var ekki rigning! Ég fór og náði í Honduna og hélt að nú gæti ég leikið mér í góða veðrinu en fljótlega byrjaði að rigna. Þessar rigningar eru að verða alveg óþolandi, það hefur ekki verið heill rigningalaus dagur síðan ég keypti Honduna. Ég fór með hjólið aftur í hjólhýsið um 3-leytið og fór í heimsókn til blómadropakonu. Hún blandaði fyrir mig blómadropa sem ég á að drekka næstu 20 daga og eftir það á ég að verða ný og betri manneskja. Hún sagði að það ætti að verða meiri gleði og minna þunglyndi hjá mér!! Þannig að ég er búin að finna út að rigningarnar hætta og ég get farið að leika mér meira á hjólinuCool   Næstu daga ætla ég að einbeita mér að blómadropunum og þá hverfa rigningadroparnir.  

Honda Shadow

Já, ég er búin að kaupa Hondu 750 árgerð 2005. Þetta er rosalega stórt hjól og mjög erfitt að stjórna því en núna er ég búin að fara í 1. hjólatúrinn og það gekk stórslysalaust en hjartslátturinn var stundum soldið mikill. Ég lærði á Hondu 250 og mér fannst það passleg stærð svo að 750 er eiginlega of stórt en kannski venst ég því eftir nokkra hjólatúra í viðbót.

Honda 026Honda 032Hérna eru myndir af mér á þessu risastóra hjóli.  


2 vikur

Nú eru liðnar 2 vikur síðan ég náði mótorhjólaprófinu og ég er varla búin að átta mig á því ennþá, hef t.d. ekki sett inn nýja bloggfærslu í tvær vikur. Ég hef hreinlega verið eitthvað annars hugar. Það eru ca. 24 ár síðan ég byrjaði að hugsa um að taka mótorhjólapróf en núna loksins dreif ég í þessu. En væri ekki gaman að eiga flott mótorhjól?

Framhald og myndir á morgun... 


Mótorhjólapróf

Jæja, nú er ég loksins búin að taka verklegt mótorhjólapróf. Það var mikil rigning á Selfossi þegar ég tók prófið en þetta gekk allt vel og ég náði! En ég varð að skipta um föt þegar ég kom heim, jakkinn sem ég var í verður örugglega nokkra daga að þorna. Hjálmurinn er orðinn þurr og nú þarf ég að finna góðan stað til að geyma hann á þangað til ég eignast hjól.

Prófniðurstaða 007  


Æfing

Í kvöld fór ég til Selfoss að æfa mig meira á Honduna. Ég æfði keilusvig, nauðhemlun, U-beygjur o.fl. Ég fer bráðum að verða tilbúin í prófið, held ég.

Honda 010 Honda 005


Mótorhjól

Nú er ég búin að fara í mótorhjólatíma og nú styttist í að ég fari í verklegt mótorhjólaprófWink

Honda 001 Þetta er hjólið sem ég var að æfa mig á: Honda 250


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Áslaug Kristinsdóttir

Höfundur

Áslaug Kristinsdóttir
Áslaug Kristinsdóttir

Ferðalög, fréttir, fjölgun, fjölskyldan, farartæki, fótknúin farartæki, fróðleikur, fasteignir, fjör, fermingar, fjárfestingar,

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0001
  • Ferðalag 221
  • Ferðalag 101
  • Ferðalag 096

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband