Nokkrir dropar...

Nú er langt síðan síðast! Ég var að skipta um tölvu og nýja tölvan fékk einhvern barnavírus eða eitthvað sem gerði hana ónothæfa en henni er að batna hægt og rólega...

Ég er búin með alla blómadropana og nú á ég að vera komin með meiri kjark, minna þunglyndi og meiri gleði.

Ég fór á 3ja daga námskeið í síðustu viku. Einn kennarinn leit yfir hópinn og sagði að við værum mjög kjörkuð. Það þarf mikinn kjark til að vera leigubílstjóri í Reykjavík um helgar, sagði hann. Ég fór sem sagt á harkaranámskeið. Blómadroparnir hafa kannski virkaðW00t en hvort ég á eftir að keyra leigubíl er svo alveg óvíst, það kemur bara í ljós seinna, en kjarkurinn er til staðar!!

Þunglyndið er alveg horfið og ég er orðin svakalega léttlynd. Droparnir svínvirkuðu ótvírætt.

Gleðin er meiri en áður og framundan er ábyggilega enn meiri gleði. Ég útskýri það betur seinna, það er eiginlega of fljótt að segja gleðileg jól núna. Bíðið bara rólegKissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Kristinsson

Til hamingju með áfangann.

Það er sko alveg rétt að það þarf mikinn kjark til að vera leigubílstjóri í borg óttans um helgar...

...annars væri ég ekki að standa í þessu. 

En þú mátt alveg leysa mig af eina og eina helgi ef þú vilt.

Björgvin Kristinsson, 14.11.2008 kl. 01:03

2 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Þarftu ekki núna að að fara á námskeið í sjálfsvörn??!!

Hlakka til að heyra hvaða gleðitíðindi eru framundan. Ég bíð spennt

Anna Viðarsdóttir, 15.11.2008 kl. 18:44

3 Smámynd: Áslaug Kristinsdóttir

Þetta er góð hugmynd hjá þér, Anna, sjálfsvarnarnámskeið er næst á dagskrá. Ég var einmitt að reyna að finna út hvernig námskeið ég ætti að fara á næst!Skúmur, ég leysi þig svo af eina og eina helgi

Áslaug Kristinsdóttir, 16.11.2008 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Áslaug Kristinsdóttir

Höfundur

Áslaug Kristinsdóttir
Áslaug Kristinsdóttir

Ferðalög, fréttir, fjölgun, fjölskyldan, farartæki, fótknúin farartæki, fróðleikur, fasteignir, fjör, fermingar, fjárfestingar,

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0001
  • Ferðalag 221
  • Ferðalag 101
  • Ferðalag 096

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 32111

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband