Dropadagur

Í dag átti ég frí. Þegar ég vaknaði leit ég út um gluggann og það var ekki rigning! Ég fór og náði í Honduna og hélt að nú gæti ég leikið mér í góða veðrinu en fljótlega byrjaði að rigna. Þessar rigningar eru að verða alveg óþolandi, það hefur ekki verið heill rigningalaus dagur síðan ég keypti Honduna. Ég fór með hjólið aftur í hjólhýsið um 3-leytið og fór í heimsókn til blómadropakonu. Hún blandaði fyrir mig blómadropa sem ég á að drekka næstu 20 daga og eftir það á ég að verða ný og betri manneskja. Hún sagði að það ætti að verða meiri gleði og minna þunglyndi hjá mér!! Þannig að ég er búin að finna út að rigningarnar hætta og ég get farið að leika mér meira á hjólinuCool   Næstu daga ætla ég að einbeita mér að blómadropunum og þá hverfa rigningadroparnir.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

*Rigningin verður bara verri    ertu ekki að taka inn blómadropana  hehe

ég væri sko alveg til að kaupa mér eitt svona stórglæsilegt hjól  

http://www.youtube.com/watch?v=6HQYlCNma9A

lag til þín ;) hahahhahah

Sirrý pirrý (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 12:00

2 identicon

úff erfitt að komast inn til þín þurfti að leggja saman. Var í stærðfræði fyrir ca.20árum en. Þú átt líka af fá kjark og þor ef þú værir búin að taka flöskuna inn værir þú á 100km hraða í rigningunni hehehehe.

Gaman að sjá síðuna þína sérstaklega passar vel við þig lagið Riddari götunnar hlh. sem Sirrý sendi þér hehehe

njóttu á hjóli

þótt þú sért ekki drjóli

þeysist ekki um í kjóli farðu

varlega á mótorhjóli. Veit þú ferð ekki hraðar en 60km.

flott þú ferð varlega á flotta hjólinu. Fæ mér kannski eitt og stofnum gengi (Regndropagengið) heheheh

bæbæ

bið að heilsa Kveðja, Unnur Sig.

Unnur Sigurbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Áslaug Kristinsdóttir

Höfundur

Áslaug Kristinsdóttir
Áslaug Kristinsdóttir

Ferðalög, fréttir, fjölgun, fjölskyldan, farartæki, fótknúin farartæki, fróðleikur, fasteignir, fjör, fermingar, fjárfestingar,

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0001
  • Ferðalag 221
  • Ferðalag 101
  • Ferðalag 096

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 32111

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband