Akureyri

Ég fór til Akureyrar í mars í skemmti-og skákferð. Ég var þar í nokkra daga. Ég fór upp í Hlíðafjall og tók mynd yfir bæinn:

Akureyri 003 eins og þið sjáið var frekar lítill snjór á svæðinu.

Akureyri 001 þetta er svokallaður Brynjuís. Hann er frekar bragðgóður!

Akureyri 009 Kirkjan á Laufási. Eins og sést á þessari mynd, þá var mjög lítill snjór þarna.

Akureyri 021 Á Grenivík var hægt að finna örlítinn snjó.

Akureyri 048 Goðafoss

Cadillac 002 Við skoðuðum bíla á Akureyri, það eru ótrúlega margar bílasölur þar. Þessi Cadillac átti ekki að kosta nema 990 þúsund krónur. Ég hringdi strax í mann sem ég þekki og vantar bíl því að bílnum hans var hent og ætlaði að bjóðast til að keyra Cadillacinn til Reykjavíkur fyrir hann, ef hann vildi kaupa hann, en þegar hann heyrði að Cadillacinn væri hvítur þá sagði hann að Cadillac ætti að svartur. Það varð því ekkert úr því að ég færi á Cadillac til Reykjavíkur, því að við fundum engan svartan, sem var til sölu. En það hefði verið gaman að fara Holtavörðuheiðina á svona bíl, fljúgandi hálka, skefrenningur og skyggni ca 50-70 metrar, en við komumst þetta á Landcruiser.


Sumarbústaður

Nú er ég í sumarbústað og það sem mér dettur helst í hug að gera hérna er að fara inn á bloggsíðuna mína og bæta við nýrri færslu, en ég hef ekki frá neinu skemmtilegu að segja. Í dag þegar við komum hingað var ágætisveður en hitastigið var +4. Það kom smiður til okkar frá Selfossi til að skoða bústaðinn og ráðleggja okkur í sambandi við glugga og annað sem þarf að laga í bústaðnum. Það er svo margt sem þarf að laga að nú þýðir ekkert að skipuleggja vinnudag eða vinnuhelgi, það verður hreinlega að vera heil vinnuvika til að komast yfir allt sem þarf að laga.

 


Í klaustri

Í klaustri einu í Frakklandi kom ein nunnan til abbadísarinnar og sagðist þurfa að gera játningu fyrir henni. Og hvað gerðir þú af þér? spurði abbadísin.  Ég svaf hjá karlmanni! Farðu fram í eldhús og borðaðu eina sítrónu. Er það nóg? spurði nunnan. Það er alla vega nóg til að ná sælusvipnum af andlitinu á þér!

nunna


Matreiðsla

Unga eiginkonan var að tala við vinkonu sína: Ég er alveg miður mín yfir því hvað ég er klaufaleg í eldamennskunni. Heldurðu ekki að ég hafi óvart sett þvottaduft út í sósuna í gær í staðinn fyrir hveiti.  Og varð Geiri ekki reiður?

Reiður? Hann froðufelldi!


Toyota Tercel

Jæja, nú er ég búin að ganga frá kaupum á Toyotu Tercel árgerð 1986.

TercelSvona lítur þessi glæsilegi bíll út.

Ég staðgreiddi bílinn og þarf ekki að hafa áhyggjur af myntkörfurugli.

Eftir 2 ár verður þessi bíll svo löggilt antik!!


Vanhæf ríkisstjórn

Ég fór áðan á Austurvöll að fylgjast með mótmælunum. 

Ekki veit ég hvað þarf að gera eða gerast til að ríkisstjórnin fari frá, en mótmælendurnir verða þarna örugglega eitthvað fram eftir nóttu.Mótmæli við Alþingishúsið 006


Bjartir tímar framundan...

Eins og þið hafið kannski tekið eftir, þá hef ég ekki komið með nýja færslu hér siðan ég seldi Corolluna. Ástæðan er sú að ég hef bara verið eitthvað svo niðurdregin yfir því að eiga bara tvo bíla, en nú eru bjartari tímar framundan, það hringdi nefnilega maður í mig í fyrradag og spurði hvort ég vildi ekki kaupa bíl af sér. Ég sagðist ætla að hugsa málið, en ákvað samt strax að kaupa bílinn af honum. Ég hringdi í tryggingafélagið í dag og spurði hvað ég þyrfti að borga þeim fyrir að tryggja bílinn og þegar það lá fyrir hrigdi ég í manninn og spurði hann hvaða verð hann væri með í huga fyrir bílinn, hann sagði mér það og ég féllst á að borga uppsett verð og einhvern næstu daga verð ég aftur orðin þriggjabílaeigandi. Þannig að það er bara allt bjart framundan hjá mér. Fleiri færslur fljótlega...

Kórolla seld

Nú er sú undarlega staða komin upp, að ég á "bara" tvo bíla. Í gær tókst mér að selja Corolluna til fyrirtækis í Þýskalandi fyrir hundraðþúsundkall. Corollan fer svo til Afríku og á vonandi eftir að gera stormandi lukku þar. En nú þarf ég að finna út hvort ég kaupi annan bíl í staðinn fyrir corolluna eða læt Landkrúser og Elöntru duga. Ég hef líka þann möguleika að ferðast með strætó, ókeypisWink 

Toyota Corolla ´93 001Flottur bíll

 

Einhver Afríku-búi fær flotta jólagjöf!!


Símadama

Ég vaknaði í morgun þegar síminn á náttborðinu hringdi hjá mér, ég náði ekki að svara en hringdi til baka, Hulda svaraði hálf-sofandi og tilkynnti mér að það hefði ekki verið hún sem var að hringja í mig, það var Snædís sem hringdi!! Hún sem sagt náði símanum og hringdi í ömmu!! Þetta er alveg rosalega efnileg stelpa, hringir í ömmu áður en hún er byrjuð að tala. Nú verð ég að fara til hennar og taka hana í taltíma, hún er farin að geta hringt í mig, þá vantar bara að hún geti talað. Ég ætla svo alveg örugglega að gefa henni síma í jólagjöf svo að hún þurfi ekki að fá lánaðan símann hjá mömmu sinni til að geta hringt í mig Grin

Snædís

Hulda og Snædís komu í heimsókn til mín í gær. Þegar Hulda sagðist ætla í smá-verslunarleiðangur stakk Snædís upp á að hún fengi að vera í pössun hjá ömmu á meðan, því að hún væri orðin svo leið á Kringlunni, Smáralind, Korputorgi og hvað þetta nú heitir allt saman. Ég samþykkti strax að hún mætti vera hjá mér og Hulda fór að versla. Um leið og hún var farin bað Snædís mig um að ná í bílasafnið mitt, ég lét hana fá nokkra bíla:

Snædís Eir 015Hún var alveg rosalega ánægð með bílana, en hún sagðist samt vilja fá dúkku í jólagjöf!

 

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Áslaug Kristinsdóttir

Höfundur

Áslaug Kristinsdóttir
Áslaug Kristinsdóttir

Ferðalög, fréttir, fjölgun, fjölskyldan, farartæki, fótknúin farartæki, fróðleikur, fasteignir, fjör, fermingar, fjárfestingar,

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_0001
  • Ferðalag 221
  • Ferðalag 101
  • Ferðalag 096

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 32057

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband