Til hamingju með nýjasta borgarstjórann!

Ég óska ykkur öllum innilega til hamingju með nýja borgarstjórann. Mér lýst samt ekki vel á þetta samstarf frjálslyndra og sjálfstæðismanna. Í málefnasamningnum er nefnilega eitt atriði sem virkar illa á mig: það á að vera ókeypis í strætó fyrir börn, unglinga, aldraða og öryrkja. Strætisvagnar eiga eftir að breytast í félagsmiðstöðvar fyrir unglingana. Litlir krakkar eiga eftir að stelast í strætó í tíma og ótíma án þess að foreldrarnir viti af. Öryrkjar eiga eftir að sitja í vögnunum heilu dagana, til að drepa tímann. Og gamla fólkið á eftir að flykkjast í strætó bara af því að það er ókeypis. Ég sé alveg fyrir mér allt gamla fólkið sem er orðið svo gamalt að það getur varla hreyft sig og varla komist inn í strætó, þetta fólk á allt eftir að flykkjast í vagnana og við vagnstjórarnir verðum að bíða og bíða á meðan þetta fólk kemur sér inn og út. Allar tímaáætlanir eiga eftir að fara úr skorðum.  Bráðlega fer ég að leita mér að annarri vinnu Crying 

Strætó 021


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Prufaðu þá að sækja um á félagsmiðstöðum unglinga og á umönnunarstofnun aldraðra. Þú getur sýnt fram á reynslu á þeim sviðum

Anna Viðarsdóttir, 28.1.2008 kl. 12:35

2 Smámynd: Áslaug Kristinsdóttir

Já, ég hef reynslu á ýmsum sviðum, held að það verði auðvelt fyrir mig að finna aðra vinnu

Áslaug Kristinsdóttir, 28.1.2008 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Áslaug Kristinsdóttir

Höfundur

Áslaug Kristinsdóttir
Áslaug Kristinsdóttir

Ferðalög, fréttir, fjölgun, fjölskyldan, farartæki, fótknúin farartæki, fróðleikur, fasteignir, fjör, fermingar, fjárfestingar,

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0001
  • Ferðalag 221
  • Ferðalag 101
  • Ferðalag 096

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband