Ferðalag Dagur 5

Jæja, við vöknuðum um fimm-leytið um morguninn við það að okkur var kalt. Miðstöðin í fellihýsinu var hætt að hita. Eftir smá-athugun fundum við út að rafmagnið var búið, við fórum að sofa aftur en um kl.8 fórum við á fætur og ætluðum að hita okkur vatn í kaffi, en þá uppgötvuðum við að gasið var líka búið! Hrikalegt ástand. Við fórum í tjaldmiðstöðina og keyptum okkur kaffi. Við urðum svo að færa fellihýsið að rafmagnsstaur til að geta hlaðið rafgeyminn. Svo lögðum við af stað norður Strandir. Fyrsta stopp var á Djúpuvík, fengum okkur kaffi á hótelinu þar. Ég tók nokkrar myndir og svo héldum við áfram og stoppuðum næst á Gjögri. En þar var ekki mikið að sjá svo við héldum áfram. Mér fannst mjög gaman að koma til Trékyllisvíkur en þangað fór ég á sveitaball fyrir u.þ.b. 27 árum, skemmtilegur staður! (ekkert að sjá)

ferðalag 2007 318

Krossaneslaug. Ótrúlegt fjölmenni þar miðað við hvar sundlaugin er staðsett. Við fórum ekki útí.

Héldum áfram og komum í Ingólfsfjörð.

ferðalag 2007 346

Í Ingólfsfirði fór fram atkvæðagreiðsla og var fellt með öllum greiddum atkvæðum að fara í Ófeigsfjörð, við neyddumst því til að snúa við.

En það var bara notalegt að koma aftur til Hólmavíkur og hitta fullhlaðið fellihýsi, við keyptum gas og elduðum rosalega góðan mat handa okkur. Á tjaldsvæðinu voru strákar að leika sér með bolta, en eftir að ég tók boltann af þeim færðist ró yfir svæðið.

Við sofnuðum alveg áhyggjulaus, með fullhlaðinn rafgeymi og fullan gaskút.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Áslaug Kristinsdóttir

Höfundur

Áslaug Kristinsdóttir
Áslaug Kristinsdóttir

Ferðalög, fréttir, fjölgun, fjölskyldan, farartæki, fótknúin farartæki, fróðleikur, fasteignir, fjör, fermingar, fjárfestingar,

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0001
  • Ferðalag 221
  • Ferðalag 101
  • Ferðalag 096

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband