Ferðalag Dagur 4

Þegar við vöknuðum heyrðum við að það var byrjað að rigna, en það var ekki eins og við bjuggumst við eftir að hlustað á veðurspár í útvarpinu í gær. En við gátum lítið gert við því nema að taka saman. Við hættum við að fara út í Skálavík og upp á Bolafjall, vegna þokunnar. Áður en við yfirgáfum Bolungarvík keyrðum við um þorpið og leituðum að hjólbarðaverkstæði, fundum bara eitt slíkt en það var lokað en gefin upp 5 símanúmer sem mátti hringja í, við hringdum ekkert en yfirgáfum staðinn og fórum til Ísafjarðar, leituðum ekki að hjólbarðaverkstæði þar, fórum bara í Bónus og keyptum mat. Súðavík var næsta stopp, við tókum nokkrar myndir þar og héldum svo áfram inn Ísafjarðardjúp. Ótrúlega margir firðir, t.d: Álftafjörður, Seyðisfjörður, Hestfjörður, Skötufjörður, Mjóifjörður og Ísafjörður. Fórum svo Steingrímsfjarðarheiði og komum til Hólmavíkur um kl. 18:00. Flott tjaldsvæði þar, völdum okkur stæði og reistum fellihýsið. Fórum svo að skoða þorpið. Sáum hjólbarðaverkstæði en það var opið til kl. 18 og við vorum þarna kl.18:30, eigandinn var fyrir utan, við töluðum við hann og hann sagði að það væri lokað en möguleiki að kalla hann út. Við sáum enga ástæðu til þess þegar maðurinn stóð fyrir framan okkur og ákváðum að hafa dekkið sprungið áfram. Við fórum aftur á tjaldsvæðið, grilluðum kjöt, suðum kartöflur og borðuðum yfir okkur. Spiluðum heilmikið og fórum svo að sofa rétt eftir miðnætti alveg grunlaus um hvað biði okkar um nóttina...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Áslaug Kristinsdóttir

Höfundur

Áslaug Kristinsdóttir
Áslaug Kristinsdóttir

Ferðalög, fréttir, fjölgun, fjölskyldan, farartæki, fótknúin farartæki, fróðleikur, fasteignir, fjör, fermingar, fjárfestingar,

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0001
  • Ferðalag 221
  • Ferðalag 101
  • Ferðalag 096

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband