28.1.2008 | 22:33
Gámaþjónustan
Í gær var ég eitthvað að segja að ég ætlaði að fara að leita mér að annarri vinnu, núna er ég alveg ákveðin í að drífa í því. Ég lenti nefnilega í mjög óskemmtilegu atviki í morgun. Morguninn byrjaði eins og venjulegur morgunvaktarmorgunn, ég vaknaði kl. 5:30, klæddi mig í uniformið, fékk mér morgunmat, var komin í Mjóddina kl.5:59 og fór með sækingarvagninum upp á Hestháls og var komin þangað kl.6:20. Ég keyrði leið 12 í morgun og byrjaði í Skeljanesi kl 7:07. Þegar ég kom á stoppistöðina í Lækjargötu við MR kl.7:14 lenti ég í því að bíll frá Gámaþjónustunni keyrði fyrir mig og ég lenti á honum. Hann fór fram úr mér og beygði upp Amtmannsstíg og varð ekki var við áreksturinn. Framrúðan brotnaði í vagninum hjá mér og glerbrotum og fínum glersalla rigndi yfir mig. Ég fékk áfall en rétt gat séð að það var stór, blár bíll frá Gamaþjónustunni sem keyrði fyrir mig, ég sá ekki númerið á honum því að hann keyrði svo hratt. Ég hringdi í stjórnstöðina í Mjódd og tilkynnti um hvað hafði skeð og reyndi að vera alveg róleg þegar ég sagði varðstjóranum frá þessu og varð mjög undrandi þegar hann bað mig um að róa mig aðeins! Ég beið svo í 25 mín. eftir löggunni, en ég veit ekki hvað margir biðu eftir vagninum, sjálfsagt hafa einhverjir mætt of seint í vinnuna í dag. Varðstjórinn í Mjódd hringdi strax í Gámaþjónustuna og þeir fundu út hvaða bíll var þarna á ferðinni. Bílstjórinn hringdi svo alveg miður sín í stjórnstöðina og baðst margfaldlega afsökunar á þessu. En dagurinn var alveg ónýtur hjá mér (og vagninn skemmdur)
Um bloggið
Áslaug Kristinsdóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu ekki búin að jafna þig? Öllum störfum fylgir einhver áhætta. Meira að segja bankamenn geta lent í hremmingum!! En þú slappst nú vel í þetta skipti. Þú getur bara ryksugað glerbrotin úr fötunum og strætisvagninn þarf bara nýja rúðu og nýtt vinstra horn. Ég held að það væri nú nær að gámabílstjórinn fengi sér aðra vinnu! En ef þú ætlar að skipta um starf, þarftu helst að fá eitthvað, sem er hefðbundið karlastarf. Ég segi bara svona..... ég meina, ef launin skipta þig máli! Viltu kannske verða borgarstjóri. Það starf losnar ef til vill bráðum! En þá verður þú að þola, að Spaugstofan geri smá grín að þér fyrir framan alþjóð, jafnvel án nokkurs tilefnis!!
Kristinn B. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 11:03
Ég skil vel að þú sért alveg "í rusli" eftir þessa lífsreynslu. Ef þú ert að leita þér að starfi þá gæti verið að losna eitt hjá Gámaþjónustunni. Ég held að það vanti einmitt vandaða bílstjóra þangað Gott að ekki fór verr.
Anna Viðarsdóttir, 29.1.2008 kl. 15:30
Það er nú ótrúlegt að geta keyrt á jafn stórt flykki og strætó og taka ekki eftir því, sérstaklega með þig innanborðs!
Þorsteinn Kristinsson, 29.1.2008 kl. 21:12
Ég jafna mig hægt og rólega. Ætla ekki að vera í rusli lengi yfir þessu. Hef ekki áhuga á að vinna hjá Gámaþjónustunni eða vera borgarstjóri. Ég þoli alls ekki að Spaugstofan geri grín að mér. Kannski fæ ég mér vinnu á bensínstöð, ég var að horfa á Næturvaktina og það er aðallega frægt fólk sem kaupir sér bensín. Ég ætti a.m.k. ekki að hitta strætófarþegana á bensínstöð
Áslaug Kristinsdóttir, 29.1.2008 kl. 22:26
Já Þorsteinn, þetta eru ótrúlegir hæfileikar hjá manninum, en það eru bara svo margir "snillingar" í umferðinni.
Áslaug Kristinsdóttir, 29.1.2008 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.