Skötuveislan afstaðin

Jæja, nú er skötuveislan afstaðin og ég get farið að lifa eðlilegu lífi á ný. Kvíðinn fyrir að þurfa að borða skötu var svo mikill að ég gat ekki bloggað eða gert nokkurn skapaðan hlut í marga daga. En nú er þetta búið. En ég sé það núna að þetta var ekki alveg eins hræðilegt og ég hélt að það yrði. Lyktin var auðvitað ekki góð, en skatan var ekkert mjög bragðvond. Ég borðaði kannski ekkert mjög mörg grömm af skötu en nóg samt til að mér varð bumbult um kvöldið, en ég er búin að jafna mig núna, enda er komið aðfangadagskvöld og ég er búin að borða GÓÐAN jólamat og opna flesta jólapakkana (einn er í Hellulandinu ennþá, opna hann á morgun). Ef einhver vill vita hvað ég fékk í jólagjöf verður sá hinn sami að senda mér fyrirspurn, en Þorsteinn, TAKK FYRIR FRÁBÆRA GJÖF! (mynd af VW og VW-lyklakippa). 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Kristinsson

Þú varst mjög hugrökk að prófa skötuna og á næsta ári þá er ég viss um að þú átt eftir að háma hana í þig. Renault lyklakippan sem þú gafst mér kemur í góðar þarfir og þú færð fullt af hjartalaga kökum næst þegar þú kíkir í heimsókn

Þorsteinn Kristinsson, 27.12.2007 kl. 12:48

2 Smámynd: Áslaug Kristinsdóttir

Já, það þarf mikið hugrekki til að borða skötu, lyktin er svo hryllileg. En bragðið var ekki í samræmi við lyktina, þú hefðir átt að prófa líka! Ég vona að þið verðið dugleg að baka, ég kem svo öðru hverju í heimsókn til ykkar til að fá hjartalaga kökur

Áslaug Kristinsdóttir, 29.12.2007 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Áslaug Kristinsdóttir

Höfundur

Áslaug Kristinsdóttir
Áslaug Kristinsdóttir

Ferðalög, fréttir, fjölgun, fjölskyldan, farartæki, fótknúin farartæki, fróðleikur, fasteignir, fjör, fermingar, fjárfestingar,

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0001
  • Ferðalag 221
  • Ferðalag 101
  • Ferðalag 096

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband