12.12.2007 | 20:57
11 dagar til Þorláksmessu!
Á forsíðu 24 stunda í dag er fyrirsögn: Skatan er viðbjóður. Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, segir að skötustækja á Þorláksmessu eigi ekki heima í fjölbýlishúsum, enda sé kæst skata frekar úrgangur en mannamatur.
Á bls. 24 í blaðinu er svo 3ja dálka grein um skötu og fyrirsögnin er: Skötustækjan óvinsæl. Svo er mikil umfjöllun um skötu og fýluna af henni. Spurt er hvort þessum ófögnuði í skötulíki megi ekki úthýsa úr mannabústöðum.
Nú er búið að bjóða mér í skötu á Þorláksmessu og mig grunar að veislan verði haldin í fjölbýlishúsi í Kópavoginum. Ég hef aldrei borðað skötu og veit ekki hvort ég á að hlakka til eða ekki, eða hvort ég á að afboða komu mína í boðið. Það er mikið einfaldara að borða venjulegan mat. Þorsteinn, hvað á ég að gera?
Um bloggið
Áslaug Kristinsdóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sko, þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af skötunni - þetta er bara sama lykt og af hákarli! En það verður boðið upp á aðrar hefðbundnari fisktegundir fyrir byrjendur og pylsur fyrir smábörnin.
Þorsteinn Kristinsson, 12.12.2007 kl. 21:52
OK, ég kem!
Áslaug Kristinsdóttir, 12.12.2007 kl. 22:35
Ef að þú hefur bara nógu mikið af meðlæti með og rúgbrauði þá sleppur þetta. En ég mæli ekki með tólginni.
Verði þér að góðu!
Anna Viðarsdóttir, 13.12.2007 kl. 20:06
Takk, Anna. Frábær ráðlegging; ég borða bara meðlætið
Áslaug Kristinsdóttir, 14.12.2007 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.