11 dagar til Þorláksmessu!

Á forsíðu 24 stunda í dag er fyrirsögn: Skatan er viðbjóður. Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, segir að skötustækja á Þorláksmessu eigi ekki heima í fjölbýlishúsum, enda sé kæst skata frekar úrgangur en mannamatur.

Á bls. 24 í blaðinu er svo 3ja dálka grein um skötu og fyrirsögnin er: Skötustækjan óvinsæl. Svo er mikil umfjöllun um skötu og fýluna af henni. Spurt er hvort þessum ófögnuði í skötulíki megi ekki úthýsa úr mannabústöðum.

Nú er búið að bjóða mér í skötu á Þorláksmessu og mig grunar að veislan verði haldin í fjölbýlishúsi í Kópavoginum. Ég hef aldrei borðað skötu og veit ekki hvort ég á að hlakka til eða ekki, eða hvort ég á að afboða komu mína í boðið. Það er mikið einfaldara að borða venjulegan mat. Þorsteinn, hvað á ég að gera?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Kristinsson

Sko, þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af skötunni - þetta er bara sama lykt og af hákarli!  En það verður boðið upp á aðrar hefðbundnari fisktegundir fyrir byrjendur og pylsur fyrir smábörnin.

Þorsteinn Kristinsson, 12.12.2007 kl. 21:52

2 Smámynd: Áslaug Kristinsdóttir

OK, ég kem!

Áslaug Kristinsdóttir, 12.12.2007 kl. 22:35

3 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Ef að þú hefur bara nógu mikið af meðlæti með og rúgbrauði þá sleppur þetta. En ég mæli ekki með tólginni.

 Verði þér að góðu!

Anna Viðarsdóttir, 13.12.2007 kl. 20:06

4 Smámynd: Áslaug Kristinsdóttir

Takk, Anna. Frábær ráðlegging; ég borða bara meðlætið

Áslaug Kristinsdóttir, 14.12.2007 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Áslaug Kristinsdóttir

Höfundur

Áslaug Kristinsdóttir
Áslaug Kristinsdóttir

Ferðalög, fréttir, fjölgun, fjölskyldan, farartæki, fótknúin farartæki, fróðleikur, fasteignir, fjör, fermingar, fjárfestingar,

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0001
  • Ferðalag 221
  • Ferðalag 101
  • Ferðalag 096

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband