Aldrei kaus ég framsókn

Ég fór í Kolaportið þegar Anna frænka var með sölubás þar í nóvember. Ég hafði ekki komið í Kolaportið í 2-3 ár held ég, en það var mjög gaman að koma þangað, lyktin er alltaf eins. Ég finn oft þessa lykt af fólki sem kemur inn í strætó til mín um helgar, á Lækjartorgi. Og stundum spyr ég fólkið að því hvort það hafi verið fjör í Kolaportinu og fólkið verður alveg undrandi á að ég viti að það hafi verið þar.

En ég hitti Kristján Hreinsson í Kolaportinu, hann var að selja fullt af gömlu drasli sem hafði verið í bílskúrnum hjá honum og svo var hann með disk sem hann gaf út fyrir nokkrum árum. Ég keypti diskinn af honum og hann gaf mér ljóðabók sem heitir Aldrei kaus ég framsókn. Snilldarbók. Kristján hefur ekki mikið álit á framsóknarflokknum, hann vill losna við hann, og hann hefur ort svo margar vísur um framsókn að hann ákvað að gefa út heila bók með vísunum. Ég er að huga um að gefa ykkur smá-sýnishorn, muniði þegar Guðni Ágústsson kyssti belju?

Beljur eru bestu dýr

af bændum landsins studdar

en þeir sem vilja kyssa kýr

kallast jafnan tuddar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Áslaug Kristinsdóttir

Höfundur

Áslaug Kristinsdóttir
Áslaug Kristinsdóttir

Ferðalög, fréttir, fjölgun, fjölskyldan, farartæki, fótknúin farartæki, fróðleikur, fasteignir, fjör, fermingar, fjárfestingar,

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0001
  • Ferðalag 221
  • Ferðalag 101
  • Ferðalag 096

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband