Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Snædís Eir Ingimarsdóttir

Nú er búið að skíra Snúllu og nú þarf að venjast því að hún heitir Snædís Eir. Snædís var mjög róleg á meðan skírnin fór fram, hún svaf allan tímann, enda leið henni mjög vel hjá ömmu sinni (ég fékk að halda á henni undir skírn)

Skírnarveisla 012 3 ættliðir!

Skírnarveisla 034 það var mjög gott að sofa í þessari veislu

Skírnarveisla 045 Snædís var alveg róleg þó að hún fengi þennan flotta bíl frá ömmu

Skírnarveisla 052 Arnar Máni gaf henni líka bíl, en hann lét snuddur fylgja með.

CIMG0278 Snærún Guðmundsdóttir, Margrét Gústafsdóttir, Hulda, Ingimar, Árný Stefanía Ingimarsdóttir, Sr. Skírnir Garðarsson, Áslaug, Snædís Eir og Birna Björnsdóttir. Snærún, Margrét og Birna voru skírnarvottar.


Garðabraut 22, Akranesi

Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér í janúar að ég hef ekki haft tíma til að kaupa bíl, núna þegar ég er loksins laus úr álögunum (áramótaheitið 2006-2007). Ég hef verið að hjálpa Huldu, dóttur minni, að finna og skoða og kaupa íbúð. Það er betra að hafa öruggt húsnæði þegar barnið fæðist! Hulda og Ingimar kaupa sem sagt 3ja herb. íbúð á Akranesi, á kr. 15.400.000,00

Garðabraut 22 En ekki flýta ykkur í heimsókn, þau flytja í apríl! Barnið fæðist svo í maí eða júní. Þá verður gamanWink


Um bloggið

Áslaug Kristinsdóttir

Höfundur

Áslaug Kristinsdóttir
Áslaug Kristinsdóttir

Ferðalög, fréttir, fjölgun, fjölskyldan, farartæki, fótknúin farartæki, fróðleikur, fasteignir, fjör, fermingar, fjárfestingar,

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0001
  • Ferðalag 221
  • Ferðalag 101
  • Ferðalag 096

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband