6.7.2008 | 21:27
Snædís Eir Ingimarsdóttir
Nú er búið að skíra Snúllu og nú þarf að venjast því að hún heitir Snædís Eir. Snædís var mjög róleg á meðan skírnin fór fram, hún svaf allan tímann, enda leið henni mjög vel hjá ömmu sinni (ég fékk að halda á henni undir skírn)
það var mjög gott að sofa í þessari veislu
Snædís var alveg róleg þó að hún fengi þennan flotta bíl frá ömmu
Arnar Máni gaf henni líka bíl, en hann lét snuddur fylgja með.
Snærún Guðmundsdóttir, Margrét Gústafsdóttir, Hulda, Ingimar, Árný Stefanía Ingimarsdóttir, Sr. Skírnir Garðarsson, Áslaug, Snædís Eir og Birna Björnsdóttir. Snærún, Margrét og Birna voru skírnarvottar.
Vinir og fjölskylda | Breytt 8.7.2008 kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.7.2008 | 23:36
Skírn á morgun!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2008 | 00:55
Skemmtilegur dagur
Í gær (1.júlí) kl.11:00 fór ég í Frumherja á Hesthálsi til að taka skriflegt mótorhjólapróf. Prófið er svipað prófunum sem fólk þarf að taka þegar það tekur bílpróf; 30 spurningar, 15 spuringar í A-hluta og þar má ekki vera með nema 2 villur og í B-hlutanum eru líka 15 spurningar en þar eru 5 villur leyfðar. Spurningarnar eru mjög ruglingslegar og auðvelt að falla. Þetta er krossapróf, 3 möguleikar gefnir í hverri spurningu og rétt svör geta verið allir möguleikar eða einn eða tveir. Mér tókst að ná prófinu, var með allt rétt í A-hlutanum en í B-hlutanum var ein spurning sem ég var ekki viss með, ég spurði konuna sem sat yfir okkur hvort ég mætti hringja í vin en hún vildi ekki leyfa mér það. Ég var því með villu í B-hlutanum (ég setti einn kross á rangan stað og það eru tvær villur). En nú er ég sem sagt búin að ná þessu og svo er bara eftir að taka nokkra æfingatíma á mótorhjól og taka svo verklega prófið. Ég er búin að hugsa um þetta í mörg ár og alveg ótrúlegt að ég skuli loksins láta verða af þessu. Að verða amma hefur kannski haft þessi áhrif á mig
Ég fór svo að keyra strætó um kvöldið, leið 6. En það kom í ljós að það var einhver púki í mér, sjálfsagt af því að ég náði prófinu. Ca. tvítug stelpa kom inn í vagninn hjá mér á Hverfisgötunni og byrjaði að leita í vösunum, hún fann enga peninga svo hún spurði hvort hún mætti sleppa við að borga. Ég spurði hana hvort hún væri ekki með einhverja peninga, þó ekki væri nema aðeins upp í fargjaldið, en hún sagðist ekki vera með neitt. Og þar sem rigningin var all-svakaleg sagði ég við hana: "Það er svo gott veður að þú getur bara labbað heim." Svipurinn sem kom á stelpuna var mjög skemmtilegur, hún hélt að ég ætlaði að henda henni út í rigninguna og að hún yrði að labba alla leið upp í Grafarvog, enda var ég mjög alvarleg. En svo lofaði hún að borga tvöfalt næst og ég leyfði henni að fljóta með. Svo kom önnur stelpa en hún átti bara þúsundkall, hún var í úlpu með mörgum vösum og sagðist ekki finna neitt klink. "Ertu örugglega búin að leita í öllum vösunum" spurði ég og var auðvitað mjöööög alvarleg á svipinn. Hún hélt áfram að leita og sagðist ekki finna neina smápeninga. "Jæja, úr því að þú finnur ekkert klink þá verður þú bara að borga þúsundkall" Stelpugreyið horfði með skelfingarsvip á mig og stakk hendinni í vasann þar sem þúsundkallinn var og ætlaði greinilega að gera eins og ég sagði henni. En þá brosti ég aðeins og sagði við hana: Ég er bara að grínast, þú borgar bara seinna. Og hún var svo fegin að hún flýtti sér aftast í vagninn og hlammaði sér niður þar. En vonandi passar hún betur upp á klink-eign sína í framtíðinni.
Það getur verið gaman að keyra strætó en núna er ég komin tímabundið í annað starf hjá fyrirtækinu: ég er á Hlemmi í upplýsingum, leiðbeini fólki og sel því miða og kort. Og það er ekkert grín.
Dægurmál | Breytt 5.7.2008 kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.6.2008 | 13:44
Fjallabaksleið
Á laugardaginn fórum við í bíltúr. Við fórum í Hvanngil
Okkur langaði að fara Mælifellssandinn en vorum búin að sjá á textavarpinu að sú leið væri ekki opin, en eftir að hafa talað við vörðinn í Hvanngili ákváðum við að skoða leiðina. Það var ekki nein merking um að leiðin væri lokuð en vörðurinn sagði okkur reyndar að það hefði aðeins runnið úr veginum á einum stað en hélt að það væri ekkert til að hafa áhyggjur af. Allt gekk vel til að byrja með en svo komum við að smá hindrun:
vegurinn var hreinlega í sundur. Mér leist ekkert á þetta og hélt að við yrðum að snúa við en Valdi skoðaði þetta og settist svo upp í jeppann og eftir að hafa tekið smá-tilhlaup tókst honum að komast framhjá þessu, ég horfði svo mikið á hvernig hann fór að þessu að ég gleymdi alveg að taka myndir af aðförunum.
á fleiri stöðum hafði runnið úr veginum en það voru hreinir smámunir miðað við skarðið í veginum.
Þegar við komum niður af fjallabaksleiðinni sáum við þessi skilti. Það var sem sagt allur akstur bannaður því að það er ófært þarna. En það er furðulegt að merkja leiðina bara öðru megin. Það voru engin skilti á hinum enda leiðarinnar. En þetta var mjög skemmtileg ferð hjá okkur, sérstaklega af því að við komumst í gegnum allar ófærurnar.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.6.2008 | 23:37
Básar
Það var mikið fjölmenni um helgina í Básum, meira að segja ég var þar. Veðrið var ekkert sérstaklega gott, það rigndi öðru hvoru, en á laugardagskvöldinu var rosalegt fjör þarna: fjöldasöngur og varðeldur:
Við fórum ekki yfir Krossá, bara nokkrar sprænur, enda þarf ekki endilega að vera á jeppa til að komast inn í Bása:
Kannski fer ég á næsta ári þangað á Corollu
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.6.2008 | 17:56
Skemmtileg helgi
Á laugardaginn lögðum við af stað kl. 18:30 út úr bænum með fellihýsið í eftirdragi. Við ætluðum að sjá hvernig fellihýsið væri eftir vetrarhvíldina. Þegar við lögðum af stað vorum við ekki búin að ákveða hvar við ætluðum að gista, en við byrjuðum á að fara til Hveragerðis, fengum okkur hamborgara og franskar á Kaffi Kidda rót. Á meðan við borðuðum ákváðum við að kíkja á Flúðir. Við vorum komin þangað rétt fyrir klukkan tíu, en við sáum ekkert pláss fyrir okkur þar svo að við flúðum Flúðir og geystumst á Geysi. Þar er tjaldsvæði og þar var nóg pláss fyrir okkur. Við vorum svo þar um nóttina og ég svaf mjög vel þrátt fyrir að hafa drukkið mikið kaffi, en þetta var reyndar írskt kaffi Við vorum að vonast eftir sólskini á sunnudeginum en það var bara súld og ekkert gaman, við brunuðum því í bæinn fljótlega eftir hádegi. Þegar við komum heim voru Hulda og Ingimar með snúlluna í heimsókn hjá okkur. Sú stutta var bara í góðu skapi og stakk upp á að foreldrarnir færu í bíó til að amma gæti passað hana á meðan. H&I fóru í bíó kl. 17:30 og þá var gaman í Blöndubakkanum. Amma passaði barnabarnið í fyrsta skipti það gekk mjög vel og nú bíða allir spenntir eftir að Hulda og Ingimar fari aftur í bíó.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2008 | 23:03
Ferðalag endar
Við lentum á Keflavíkurflugvelli kl. 15:25 í dag og þar með var þessi 12 daga skák-og skemmtiferð á enda. Það var ýmislegt skemmtilegt sem við gerðum í þessari ferð, t.d. fórum við í strætó í gær, fyrst fórum við með lest frá Globen í Slussen, þar fundum við (eftir langa leit) strætó nr. 442 og þó að það væri kona að keyra, þá fórum við alveg óhrædd um borð, við fórum svo úr vagninum þegar við sáum Önnu frænku. Hún fór svo með okkur heim til Guðrúnar og Styrmis. Ég ætla ekkert að segja meira frá hvað við gerðum í gær, því að Anna frænka var með okkur allan daginn og það er bara hún sem les þetta. Anna, eigum við ekki að kíkja saman á Fridays þegar þú kemur heim? Það eru 2-3 réttir á matseðlinum sem við náðum ekki að prófa í gær
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.5.2008 | 17:08
Tallinn
Nú erum við komin úr ferðinni til Tallinn. Við fórum þangað með hraðbát, sem fór á 70 km hraða og var tæpar 90 mínútur á leiðinni. Í Tallinn var margt að sjá, við sáum til dæmis Íslandstorgið, en af því að við Íslendingar vorum fyrsta þjóðin til að viðurkenna sjálfstæði Eistlands, þá fengum við torg nefnt eftir landinu okkar. Þetta er að vísu mjög ómerkilegt torg að öðru leiti
Verðlag í Tallinn kom okkur verulega á óvart, allt var alveg rosalega dýrt og sumt jafnvel dýrara en í Finnlandi og er þá mikið sagt. Við keyptum því næstum ekkert þarna, tókum bara nokkrar myndir og ég fékk mér einn bjór. Björgvin, ég fann engan jarðskjálftamæli. Og í Tallinn er enginn Harry
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.5.2008 | 23:03
Segulfréttir handa Önnu
Þegar ég var búin að tefla í morgun, fékk ég mér göngutúr í miðbæinn. Ég ætlaði að kíkja í nokkrar búðir og finna segul á ísskáp merktan Helsinki handa Önnu frænku, af því að hún gleymdi að kaupa svoleiðis þegar hún var hérna. Ég komst að því að það eru fleiri en hún sem hafa gleymt því, allar búðir eru fullar af ísskápaseglum merktum Helsinki. Ég keypti nokkur stykki og það verður spennandi að sjá hvort Anna á nógu stóran ísskáp fyrir alla seglana. Á morgun förum við til Tallinn og þá ætla ég að kaupa eitthvað allt annað en segul
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.5.2008 | 20:55
Shakkikoti
Jæja, nú eru búnar 6 umferðir af 7 í skákmótinu. Ég er með 3 vinninga og í síðustu umferðinni tefli ég við Arne Danielsen frá Osló, en hann hefur 13 sinnum orðið NSU-meistari. Ég ætla að vinna hann. En aðstæður á skákstaðnum eru ekki góðar, reyndar mjög slæmar. T.d. er ekkert kvennaklósett á staðnum, það er bara eitt karlaklósett með pissuskál og kámugu klósetti og lyktin þar inni er frekar ógeðsleg. Ég kíkti þarna inn fyrsta daginn og ákvað að fara ekki þarna inn oftar, þetta hefur truflað mig í mótinu, en í morgun fór ég í gönguferð (ég drakk aðeins of mikið kaffi með morgunmatnum) og leitaði að bar í nágrenni við skákstaðinn. Ég fann flottan bar og keypti mér bjór sem kostaði 3,30 og mátti þá fara á klósettið þar, en bjórdrykkjan varð til þess að ég varð að hlaupa nokkrum sinnum milli skákstaðar og barsins. Í fyrramálið ætla ég að drekka bara hálfan bolla af kaffi og reyna að vera fljót með skákina Það er enginn finni með í mótinu, við fengum bara lykla að þessu skákkoti. Þetta er ótrúlegur staður, töflin eru öll gömul og skítug og mjög draslaralegt þarna. Fyrsta daginn voru menn að undra sig á ástandinu þarna og einhver spurði hver væri eiginlega umsjónarmaður þarna og einn Norðmaðurinn var snöggur að svara:"Mister Clean".
En á morgun klárast þetta mót og á laugardaginn er stefnan tekin á Tallinn. Við ætlum að fara með hraðbát yfir það tekur ca.100 mínútur og svo á að reyna að versla eitthvað þar, hér í Helsinki er allt svo dýrt að það er varla hægt að kaupa nokkuð. Enginn Harry í Helsinki
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Áslaug Kristinsdóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar