Akureyri

Ég fór til Akureyrar í mars í skemmti-og skákferð. Ég var þar í nokkra daga. Ég fór upp í Hlíðafjall og tók mynd yfir bæinn:

Akureyri 003 eins og þið sjáið var frekar lítill snjór á svæðinu.

Akureyri 001 þetta er svokallaður Brynjuís. Hann er frekar bragðgóður!

Akureyri 009 Kirkjan á Laufási. Eins og sést á þessari mynd, þá var mjög lítill snjór þarna.

Akureyri 021 Á Grenivík var hægt að finna örlítinn snjó.

Akureyri 048 Goðafoss

Cadillac 002 Við skoðuðum bíla á Akureyri, það eru ótrúlega margar bílasölur þar. Þessi Cadillac átti ekki að kosta nema 990 þúsund krónur. Ég hringdi strax í mann sem ég þekki og vantar bíl því að bílnum hans var hent og ætlaði að bjóðast til að keyra Cadillacinn til Reykjavíkur fyrir hann, ef hann vildi kaupa hann, en þegar hann heyrði að Cadillacinn væri hvítur þá sagði hann að Cadillac ætti að svartur. Það varð því ekkert úr því að ég færi á Cadillac til Reykjavíkur, því að við fundum engan svartan, sem var til sölu. En það hefði verið gaman að fara Holtavörðuheiðina á svona bíl, fljúgandi hálka, skefrenningur og skyggni ca 50-70 metrar, en við komumst þetta á Landcruiser.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Áslaug Kristinsdóttir

Höfundur

Áslaug Kristinsdóttir
Áslaug Kristinsdóttir

Ferðalög, fréttir, fjölgun, fjölskyldan, farartæki, fótknúin farartæki, fróðleikur, fasteignir, fjör, fermingar, fjárfestingar,

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0001
  • Ferðalag 221
  • Ferðalag 101
  • Ferðalag 096

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband