6.12.2008 | 23:52
Símadama
Ég vaknaði í morgun þegar síminn á náttborðinu hringdi hjá mér, ég náði ekki að svara en hringdi til baka, Hulda svaraði hálf-sofandi og tilkynnti mér að það hefði ekki verið hún sem var að hringja í mig, það var Snædís sem hringdi!! Hún sem sagt náði símanum og hringdi í ömmu!! Þetta er alveg rosalega efnileg stelpa, hringir í ömmu áður en hún er byrjuð að tala. Nú verð ég að fara til hennar og taka hana í taltíma, hún er farin að geta hringt í mig, þá vantar bara að hún geti talað. Ég ætla svo alveg örugglega að gefa henni síma í jólagjöf svo að hún þurfi ekki að fá lánaðan símann hjá mömmu sinni til að geta hringt í mig
Um bloggið
Áslaug Kristinsdóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á meðan að hún kann ekki að tala, væri ekki upplagt að senda bara myndir?
Anna Viðarsdóttir, 7.12.2008 kl. 19:53
Jú, það væri gaman að fá myndir frá henni. Ég ætla að gefa henni síma í jólagjöf
Áslaug Kristinsdóttir, 10.12.2008 kl. 07:18
Jæja amma nú er ég farin að tala (kann sko að segja BÆBÆ) svo við getum aldeilis farið að spjalla saman í síma.
kv.Snædís Eir
Snædís Eir (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.