5.9.2008 | 23:08
Honda Shadow
Já, ég er búin að kaupa Hondu 750 árgerð 2005. Þetta er rosalega stórt hjól og mjög erfitt að stjórna því en núna er ég búin að fara í 1. hjólatúrinn og það gekk stórslysalaust en hjartslátturinn var stundum soldið mikill. Ég lærði á Hondu 250 og mér fannst það passleg stærð svo að 750 er eiginlega of stórt en kannski venst ég því eftir nokkra hjólatúra í viðbót.
Hérna eru myndir af mér á þessu risastóra hjóli.
Um bloggið
Áslaug Kristinsdóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með þetta stórglæsilega stofustáss! - - - Það er verst hvað svona lagað er smitandi! Nú er ég alveg friðlaus. Mig langar svo í nýtt hjól, því að mitt gamla DBS er orðið svo lúið. Ekki að furða; það er árgerð 1978. Nú stefni ég á glænýtt 10 gíra fjallahjól, "beint úr kassanum", jafnvel þó að það kosti mig upp undir 30 þúsund, - - - maður fer nú ekki með peningana með sér í gröfina!!
Kristinn B. Þorsteinsson, (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 11:02
Til hamingju með skellinöðruna frænka
Anna Viðarsdóttir, 6.9.2008 kl. 13:58
Takk fyrir hamingjuóskirnar. Skellinaðra eða stofustáss?? En kannski er næst á dagskrá hjá mér er að kaupa íbúð eða hús með stórri stofu, þannig að ég hafi pláss fyrir Honduna inni hjá mér og geti horft á hana ef eitthvað leiðinlegt er í sjónvarpinu
Áslaug Kristinsdóttir, 7.9.2008 kl. 08:29
Nú er hann Arnar Máni orðinn ríkur: Hann á tvær frænkur, sem eiga mótorhjól! Snædís Eir er þó ennþá ríkari: Hún á ömmu, sem á Hondu 750; mótorhjól af stærstu gerð. Það eru því miður mjög litlar líkur á að ömmur Arnars Mána kaupi sér mótorhjól á næstunni!
Kristinn B. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 18:29
Þetta er stórt og fallegt hjól. Hvenær má ég máta það? ..eða er það kannski ekki ráðlagt þar sem þetta er bráðsmitandi?
Hulda Björnsdóttir, 11.9.2008 kl. 03:21
Held að þú ættir ekki að setjast á hjólið, mótorhjólabakterían er bráðsmitandi
Áslaug Kristinsdóttir, 15.9.2008 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.