13.8.2008 | 00:27
Bílar
Ég var að skoða pappíra hjá mér um daginn og fann þá lista yfir alla bíla sem ég hef átt. Á listanum eru 33 bílar. 1.bílinn minn var Peugeot 204 árgerð 1972. Bíll nr.2 var VW 1303 árg.´73. Bíll nr. 3 var Lada 1500 árg. 1977, sá bíll eyðilagðist í árekstri 2.júní 1981 en ég keypti mér þá bara aðra Lödu en svo kom Mazda 323 ´82. Eftir það kom langt Lödu-tímabil, en alls eru 14 Lödur á listanum, alls konar Lödur, 1200, 1300, 1500, 1600, Safír, Lux, Tópas, Sport, Samara bæði 3ja og 5 dyra og ýmis litaafbrigði. Hyundai er næst algengasta gerðin á listanum; 8 stykki. Toyota 4 stykki. Tvisvar hef ég átt Mözdu. Bara einu sinni hef ég keypt Skoda, en ég átti hann ekki lengi, því að ég var eldsnögg að selja hann eftir að það kviknaði í honum. Ég hef átt 3 Volkswagen: Bjöllu, Jettu og Póló. Af þessum 33 bílum sem eru á listanum á ég 3 ennþá, 2 Toyotur og 1 Hyundai. En Subaru sem ég keypti einn sunnudagsmorgun fyrir ca. þremur árum komst ekki á listann, því að ég seldi hann þremur klukkutímum eftir að ég keypti hann og hann fór aldrei á mitt nafn.
Ég er ekki búin að útbúa mótorhjólalista, en þegar ég var 15 ára eignaðist ég Hondu SS50 ´75. Kannski í framtíðinn verður til langur og skemmtilegur listi yfir mótorhjólin mín...
Á þessari mynd eru bílarnir sem ég er ekki búin að selja. Toyota Landcruiser, Hyundai Elantra og Toyota Corolla.
Um bloggið
Áslaug Kristinsdóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvar er hægt að fá svona yfirlit? Ég reiknaði út um daginn að ég ætti aðeins fleiri bíla en mig grunaði ...en svo seldi ég tvo.
Björgvin Kristinsson, 13.8.2008 kl. 17:59
Fyrir fjórum árum byrjaði ég að skrifa þennan lista, ég bætti svo á hann um daginn bílakaupum sl. 4 ár og það voru 12 bílar. Ég held að menn sem vita ekki hvað þeir eiga marga bíla í dag, geti ekki rifjað upp alla bíla sem þeir hafa átt um ævina. Losaðu þig við allt bílasafnið þitt og byrjaðu bara á núlli aftur. Þú ættir svo að fá þér ritara til að skrásetja þegar þú kaupir og selur
Áslaug Kristinsdóttir, 13.8.2008 kl. 21:08
Þarf listinn að vera í réttri röð, ég hef átt fjórtán bíla:
2x Lada,
2x Volvo,
1x VW,
1x Mitshubishi,
1x Skoda,
6x Opel,
1x Renault
Er ég eina systkinið sem hef átt Volvo??
Þorsteinn Kristinsson, 13.8.2008 kl. 21:30
Hvaðan kom þetta Lödu-æði hjá þér! 14 stykki !!
Ég hef átt 7 en bara 3 hafa verið á mínu nafni og suma hef ég bara átt helminginn í sko.. allavega er þetta svona hjá mér eftir því sem ég best man.
3x hyundai
2x toyota
1x mitshuibishi
1x Pouget (sem ég á núna)
Ég hef aldrei átt lödu enda má segja að ég sé búin að fá minn skammt af þeim.
Hulda Björnsdóttir, 14.8.2008 kl. 02:39
Lödurnar voru ódýrir og hagkvæmir bílar. Bilanir voru algengar í þeim en varahlutir voru mjög ódýrir. Mér fannst best að eiga 3 Lödur samtímis, þá voru miklar líkur á að 2 væru í lagi. En svo komu Rússarnir og keyptu Lödurnar aftur og B&L hættu að flytja inn nýjar Lödur, þeir eru með mikið betri bíla núna. Leiðinlegt fyrir þig, Hulda, að hafa aldrei átt Lödu en ég man að fyrsti bíllinn sem þú keyrðir var Lada Samara, blá, 5 dyra UU-672. Er það ekki rétt munað hjá mér?
Áslaug Kristinsdóttir, 14.8.2008 kl. 13:50
Þorsteinn, mig minnir að Björgvin hafi átt a.m.k. 1 Volvó, en ég sé núna að þetta er engin frammistaða hjá mér, að hafa aldrei átt Volvó, en stundum hefur munað litlu að ég hafi keypt rauðan Volvó árgerð 82
Áslaug Kristinsdóttir, 14.8.2008 kl. 15:05
Áslaug mín! Stundum held ég að þú sért með bensín í æðum!!! Kannske er það, af því að ég gaf þér vörubíl, þegar þú varst eins árs! Ég man að þú kunnir vel að meta vörubílinn og hentir öllum dúkkum frá þér! Ég hef bara átt 22 bíla og er þó alveg að verða gamalmenni! Þú getur ennþá fengið Volvóinn, ef þú lofar að skipta um gólfið í honum og koma honum svo í gegnum SKOÐUN!
Kristinn B. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 16:16
Svakalega er ég léleg... erum við alveg örugglega frænkur, Áslaug? Minn listi er svona:
Svo tvö mótorhjól:
Ég ætti kannski að bera þetta undir þig Áslaug. Hef ég átt fleiri bíla en listinn minn segir til um? Er ég að gleyma einhverjum?
Anna Viðarsdóttir, 14.8.2008 kl. 19:47
Anna, þú ert ekki að gleyma neinu. Það komu einhver bíl-leysistímabil hjá þér, svo fór frekar illa fyrir fyrsta bílnum þínum. En ég held að við séum örugglega frænkur; báðar búnar að eiga Hondu-hjól
Áslaug Kristinsdóttir, 14.8.2008 kl. 22:15
Varðandi Volvóinn, þá væri ég alveg til í að skipta um gólf í honum en ég hef ekkert húsnæði til að stunda bílaviðgerðir. Það þarf bara að byrja á að skipta um sílsana og svo væri hægt að sjóða nýjar gólfplötur í hann og skella nýjum bitum undir hann. En þetta strandar bara á húsnæðisleysi.
Já og takk fyrir vörubílinn, hann varð mikill örlagavaldur í lífi mínu
Áslaug Kristinsdóttir, 14.8.2008 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.