Ferðalag

Um verslunarmannahelgina var síldarævintýri á Siglufirði. Við fórum þangað og vorum þar frá föstudegi og fram á sunnudag. Við sáum enga síld svo að við borðuðum bara lambakjöt, nema þegar við borðuðum snúða án súkkulaðis hjá Önnu og Alla. Frá Siglufirði fórum við til Ólafsfjarðar, Dalvíkur og Akureyrar. Á Akureyri voru umferðarljósin óvenjuleg:

hjartaljós á Akureyri 018 Það var ekki leiðinlegt að lenda á rauðu á Akureyri.

Það endaði með því að við komumst í gegnum bæinn eftir að hafa lent á nokkrum rauðum ljósum og við fórum svo til Húsavíkur, þar var ekkert fjör og við kíktum í Ásbyrgi. Ekki langaði okkur að gista þar og þá fórum við til Kópaskers. Þar var stórt og flott tjaldsvæði og ekki skemmdi fyrir að við hliðina á tjaldsvæðinu er risastór verksmiðja merkt: FJALLALAMB. Við hikuðum ekki eitt augnablik, vorum ca. 4 mínútur að reisa fellihýsið og fórum svo umsvifalaust að grilla lambakjöt. Lambakjöt smakkast mjög vel með fjallalambaverksmiðju í nágrenninu. Við vorum ein á tjaldsvæðinu, fólk er væntanlega ekki búið að uppgötva þennan frábæra stað. Ekkert heyrðist í lömbunum, þau voru öll þögnuð. 

Kópasker 027 

Kópasker 032 Flott aðstaða, heitt og kalt vatn og sturta. En það er ekki möguleiki að eyða peningum á Kópaskeri, engin verslun, engin bensínstöð og ókeypis tjaldsvæði!!Við fórum svo frá Kópaskeri og keyðum norður Melrakkasléttuna, það var ekkert malbik á veginum en vegurinn var samt ágætur, við mættum engum bílum. Við komum svo til Raufarhafnar en þangað hafði ég aldrei komið áður. Þar sáum við bensínstöð en hún var lokuð og miði á hurðinni: "Af fenginni reynslu verður lokað um helgina en kannski opið á mánudagskvöld". Við fórum þá til Þórshafnar, þar var opin bensínstöð og við settum olíu á jeppann og fengum okkur að borða. Við tókum svo fellihýsið aftan úr jeppanum og fórum út á Langanes, ætluðum að keyra út á Font en vegurinn var frekar leiðinlegur og svo kom þoka og rigning og við snerum við eftir að hafa keyrt hálfa leiðina, en Langanesið er frekar langt. Við fórum svo til Bakkafjarðar og það er ekki mjög stórt þorp en við rákumst þar á tvo vinnufélaga okkar og var okkur boðið inn í hús og fengum við kaffi og rúsínur MEÐ súkkulaði.

Verslunmannahelgarf. 093 Þetta er húsið á Bakkafirði sem við fórum inn í !!

Vopnafjörður var næsti bær sem við fórum til. Þar var opin bensínstöð og við fengum okkur hamborgara og ég keypti miniútgáfu af Trival persuit spurningaspilinu. Hellisheiði eystri var svo næst á dagskrá. Ég var búin að bíða lengi eftir að sjá þennan fræga fjallveg. Fyrrverandi tengdaforeldar mínir fóru þarna fyrir ca. 15 árum og töluðu mikið um hvað þetta væri bratt og stórhættulegt að keyra þarna. Ég varð því fyrir nokkrum vonbrigðum með hvað þetta var bara ósköp venjulegur fjallvegur og ég komst ekki í neinn lífsháska. En veðrið var frekar leiðinlegt, þoka og smá rigning, næst þegar ég fer Hellisheiði eystri ætla ég að vera í betra veðri og njóta útsýnisins.

Verslunmannahelgarf. 098 Þessi mynd var tekin þegar við vorum að verða komin niður. Austfjarðaþokan truflaði myndatökur dálítið.

Við vorum komin til Egilsstaða um kl. 23 og við vorum þar um nóttina. Við fórum að sofa um 3-leytið því að við þurftum að prófa spurningaspilið sem ég keypti á VopnafirðiSmile

Við vorum farin frá Egilsstöðum löngu fyrir hádegi og fórum stystu leið í áttina að Reykjavík, fórum yfir Öxi og á Höfn í Hornafirði stoppuðum við í ca. klukkutíma. Við komumst að því að N1 bensín stöðin er mjög vinsæl á Hornafirði, en þar er vínbúð Hornfirðinga. 

Jökulsárlón 124 Við stoppuðum aðeins við Jökulsárlónið og ég tók nokkrar myndir. Sólin skein og var á fullu að bræða jöklabrotin sem svömluðu í lóninu.

Við gistum svo um nóttina í sumarbústað í Úthlíð í Biskupstungum hjá dóttur og tengdasyni Valda.

Verslunmannahelgarf. 141 Kiddý og Kristján.

Við fórum svo heim eftir að hafa borðað hádegismat hjá þeim og vorum komin í Blöndubakkann um hálffjögur-leytið og þá var þessu skemmtilega 1730 kílómetra ferðalagi lokið.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Áslaug Kristinsdóttir

Höfundur

Áslaug Kristinsdóttir
Áslaug Kristinsdóttir

Ferðalög, fréttir, fjölgun, fjölskyldan, farartæki, fótknúin farartæki, fróðleikur, fasteignir, fjör, fermingar, fjárfestingar,

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0001
  • Ferðalag 221
  • Ferðalag 101
  • Ferðalag 096

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband