18.7.2008 | 01:08
Hjólun
Ég hef undanfarna daga verið að vinna í miðasölunni á Hlemmi. Það er mjög skemmtilegt starf, ég hitti alls konar fólk. Í fyrradag kom kona sem ég kannast við og hún sagði mér að hún og maðurinn hennar væru í sumarfríi og þau gera ýmislegt skemmtilegt í fríinu. Þau eru t.d. búin að hjóla upp á Akranes, hjóluðu allan Hvalfjörðinn og fóru svo með strætó frá Akranesi til Reykjavíkur og þegar hún kom að tala við mig voru þau að bíða eftir leið 15, því að þau ætluðu með strætó upp í Mosó og hjóla þaðan til Þingvalla og gista á Hótel Valhöll um nóttina. Svo kom vagninn og hún þaut út og ég sat þarna inni í miðasölubúrinu og hugsaði um flotta hjólið með álstellinu sem ég keypti mér fyrir 4 árum og er að grotna niður í hjólageymslunni. Ég hjólaði síðast fyrir ca. einu ári og þá komst ég næstum niðrá Hlemm, leið 17 stoppaði fyrir mér og keyrði mig heim (vagnstjórinn var svo hissa að sjá mig, þess vegna stoppaði hann). En í dag (17.7) átti ég frí og ég dreif í að setja loft í dekkin á hjólinu og fór svo í einn hjólatúr. En ég fór bara stutt; niðrí Mjódd, einn hring í kringum Garðheima, framhjá Nettó og heim aftur. Þetta var dálítið erfitt síðustu metrana en það getur líka verið hollt að ganga. Ég ætla að hjóla meira á morgun. En ég er búin að sækja um áframhaldandi vinnu á Hlemmi, það er svo heilsusamlegt að tala við fólkið þar
Um bloggið
Áslaug Kristinsdóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.