Skemmtilegur dagur

Í gær (1.júlí) kl.11:00 fór ég í Frumherja á Hesthálsi til að taka skriflegt mótorhjólapróf. Prófið er svipað prófunum sem fólk þarf að taka þegar það tekur bílpróf; 30 spurningar, 15 spuringar í A-hluta og þar má ekki vera með nema 2 villur og í B-hlutanum eru líka 15 spurningar en þar eru 5 villur leyfðar. Spurningarnar eru mjög ruglingslegar og auðvelt að falla. Þetta er krossapróf, 3 möguleikar gefnir í hverri spurningu og rétt svör geta verið allir möguleikar eða einn eða tveir. Mér tókst að ná prófinu, var með allt rétt í A-hlutanum en í B-hlutanum var ein spurning sem ég var ekki viss með, ég spurði konuna sem sat yfir okkur hvort ég mætti hringja í vin en hún vildi ekki leyfa mér það. Ég var því með villu í B-hlutanum (ég setti einn kross á rangan stað og það eru tvær villur). En nú er ég sem sagt búin að ná þessu og svo er bara eftir að taka nokkra æfingatíma á mótorhjól og taka svo verklega prófið. Ég er búin að hugsa um þetta í mörg ár og alveg ótrúlegt að ég skuli loksins láta verða af þessu. Að verða amma hefur kannski haft þessi áhrif á migCool

Ég fór svo að keyra strætó um kvöldið, leið 6. En það kom í ljós að það var einhver púki í mér, sjálfsagt af því að ég náði prófinu. Ca. tvítug stelpa kom inn í vagninn hjá mér á Hverfisgötunni og byrjaði að leita í vösunum, hún fann enga peninga svo hún spurði hvort hún mætti sleppa við að borga. Ég spurði hana hvort hún væri ekki með einhverja peninga, þó ekki væri nema aðeins upp í fargjaldið, en hún sagðist ekki vera með neitt. Og þar sem rigningin var all-svakaleg sagði ég við hana: "Það er svo gott veður að þú getur bara labbað heim."  Svipurinn sem kom á stelpuna var mjög skemmtilegur, hún hélt að ég ætlaði að henda henni út í rigninguna og að hún yrði að labba alla leið upp í Grafarvog, enda var ég mjög alvarleg. En svo lofaði hún að borga tvöfalt næst og ég leyfði henni að fljóta með. Svo kom önnur stelpa en hún átti bara þúsundkall, hún var í úlpu með mörgum vösum og sagðist ekki finna neitt klink. "Ertu örugglega búin að leita í öllum vösunum" spurði ég og var auðvitað mjöööög alvarleg á svipinn. Hún hélt áfram að leita og sagðist ekki finna neina smápeninga. "Jæja, úr því að þú finnur ekkert klink þá verður þú bara að borga þúsundkall" Stelpugreyið horfði með skelfingarsvip á mig og stakk hendinni í vasann þar sem þúsundkallinn var og ætlaði greinilega að gera eins og ég sagði henni. En þá brosti ég aðeins og sagði við hana: Ég er bara að grínast, þú borgar bara seinna. Og hún var svo fegin að hún flýtti sér aftast í vagninn og hlammaði sér niður þar. En vonandi passar hún betur upp á klink-eign sína í framtíðinni.

Það getur verið gaman að keyra strætó en núna er ég komin tímabundið í annað starf hjá fyrirtækinu: ég er á Hlemmi í upplýsingum, leiðbeini fólki og sel því miða og kort. Og það er ekkert grín.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Áslaug =

Anna Viðarsdóttir, 3.7.2008 kl. 10:01

2 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

p.s. til hamingju með skriflega prófið!

Anna Viðarsdóttir, 3.7.2008 kl. 10:02

3 Smámynd: Áslaug Kristinsdóttir

Takk, Anna. Ég ætla svo að reyna að losna við púkann

Áslaug Kristinsdóttir, 3.7.2008 kl. 20:04

4 Smámynd: Björgvin Kristinsson

Ekki vera hissa þó þú fréttir úti í bæ að þú sért "drekinn" Láttu mig vita ef þetta gerist

Björgvin Kristinsson, 5.7.2008 kl. 14:57

5 Smámynd: Áslaug Kristinsdóttir

Já, Mánapabbi, ég skal láta þig vita ef ég verð drekinn, en ég held að ég sleppi við það ef ég blogga "rétt"

Áslaug Kristinsdóttir, 5.7.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Áslaug Kristinsdóttir

Höfundur

Áslaug Kristinsdóttir
Áslaug Kristinsdóttir

Ferðalög, fréttir, fjölgun, fjölskyldan, farartæki, fótknúin farartæki, fróðleikur, fasteignir, fjör, fermingar, fjárfestingar,

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0001
  • Ferðalag 221
  • Ferðalag 101
  • Ferðalag 096

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband