Fjallabaksleið

Á laugardaginn fórum við í bíltúr. Við fórum í HvanngilFjallabaksferð 018

Fjallabaksferð 027 Álftavatn

Okkur langaði að fara Mælifellssandinn en vorum búin að sjá á textavarpinu að sú leið væri ekki opin, en eftir að hafa talað við vörðinn í Hvanngili ákváðum við að skoða leiðina. Það var ekki nein merking um að leiðin væri lokuð en vörðurinn sagði okkur reyndar að það hefði aðeins runnið úr veginum á einum stað en hélt að það væri ekkert til að hafa áhyggjur af. Allt gekk vel til að byrja með en svo komum við að smá hindrun:

Fjallabaksferð 058 vegurinn var hreinlega í sundur. Mér leist ekkert á þetta og hélt að við yrðum að snúa við en Valdi skoðaði þetta og settist svo upp í jeppann og eftir að hafa tekið smá-tilhlaup tókst honum að komast framhjá þessu, ég horfði svo mikið á hvernig hann fór að þessu að ég gleymdi alveg að taka myndir af aðförunum.

Fjallabaksferð 066 á fleiri stöðum hafði runnið úr veginum en það voru hreinir smámunir miðað við skarðið í veginum.

Fjallabaksferð 076 Þegar við komum niður af fjallabaksleiðinni sáum við þessi skilti. Það var sem sagt allur akstur bannaður því að það er ófært þarna. En það er furðulegt að merkja leiðina bara öðru megin. Það voru engin skilti á hinum enda leiðarinnar. En þetta var mjög skemmtileg ferð hjá okkur, sérstaklega af því að við komumst í gegnum allar ófærurnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Hva? Vissu þið ekki að það þarf alltaf að fara út á enda til að sjá sannleikann?

Anna Viðarsdóttir, 1.7.2008 kl. 21:16

2 Smámynd: Áslaug Kristinsdóttir

Nei, en við vitum það núna.  En óneitanlega svolítið sérstakt að hafa skálavörð sem hvatti okkur til að fara, á öðrum endanum og ófæru-skilti á hinum endanum

Áslaug Kristinsdóttir, 6.7.2008 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Áslaug Kristinsdóttir

Höfundur

Áslaug Kristinsdóttir
Áslaug Kristinsdóttir

Ferðalög, fréttir, fjölgun, fjölskyldan, farartæki, fótknúin farartæki, fróðleikur, fasteignir, fjör, fermingar, fjárfestingar,

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0001
  • Ferðalag 221
  • Ferðalag 101
  • Ferðalag 096

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband