29.5.2008 | 20:55
Shakkikoti
Jæja, nú eru búnar 6 umferðir af 7 í skákmótinu. Ég er með 3 vinninga og í síðustu umferðinni tefli ég við Arne Danielsen frá Osló, en hann hefur 13 sinnum orðið NSU-meistari. Ég ætla að vinna hann. En aðstæður á skákstaðnum eru ekki góðar, reyndar mjög slæmar. T.d. er ekkert kvennaklósett á staðnum, það er bara eitt karlaklósett með pissuskál og kámugu klósetti og lyktin þar inni er frekar ógeðsleg. Ég kíkti þarna inn fyrsta daginn og ákvað að fara ekki þarna inn oftar, þetta hefur truflað mig í mótinu, en í morgun fór ég í gönguferð (ég drakk aðeins of mikið kaffi með morgunmatnum) og leitaði að bar í nágrenni við skákstaðinn. Ég fann flottan bar og keypti mér bjór sem kostaði 3,30 og mátti þá fara á klósettið þar, en bjórdrykkjan varð til þess að ég varð að hlaupa nokkrum sinnum milli skákstaðar og barsins. Í fyrramálið ætla ég að drekka bara hálfan bolla af kaffi og reyna að vera fljót með skákina Það er enginn finni með í mótinu, við fengum bara lykla að þessu skákkoti. Þetta er ótrúlegur staður, töflin eru öll gömul og skítug og mjög draslaralegt þarna. Fyrsta daginn voru menn að undra sig á ástandinu þarna og einhver spurði hver væri eiginlega umsjónarmaður þarna og einn Norðmaðurinn var snöggur að svara:"Mister Clean".
En á morgun klárast þetta mót og á laugardaginn er stefnan tekin á Tallinn. Við ætlum að fara með hraðbát yfir það tekur ca.100 mínútur og svo á að reyna að versla eitthvað þar, hér í Helsinki er allt svo dýrt að það er varla hægt að kaupa nokkuð. Enginn Harry í Helsinki
Um bloggið
Áslaug Kristinsdóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ha?! Er enginn finni á mótinu í Finnlandi. Ertu ekki að grínast? Ég hélt að það væru alltaf flestir af því þjóðerni sem væri keppnishaldari. Jæja, en þó svo að lýsingin á aðstæðum hljómar ekki vel, þá verður minningin örugglega meira eftirminnileg fyrir vikið. Annars er svo sem ekkert að frétta hé é .. ð aaaaa n úbbss.... smá eftirskjáflti. Hva! Bara smá jarðskjálftar fyrir austan. Varstu ekki annars búinn að sjá það á netinu?
Anna Viðarsdóttir, 30.5.2008 kl. 13:32
Ég veit ekki hvort Finnar eru svona langt á undan sinni samtíð, að þeir eru hreinlega hættir að tefla. Þetta er rannsóknarverkefni, alveg eins og tungumálið sem þeir tala, það er alveg óskiljanlegt hvers vegna þeir tala svona.
Ég er með fartölvu með mér og við fréttum fljótt af skjálftanum, við horfðum svo á Rúv-fréttir í tölvunni. Þetta hefur verið all svakalegt
Áslaug Kristinsdóttir, 31.5.2008 kl. 06:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.