Búðaferð

Um helgina fórum við í ferðalag. Við lögðum af stað á laugardaginn og byrjuðum á að fara upp á Akranes og heimsækja Huldu og Ingimar en þau eru nýflutt í íbúðina sem þau keyptu. Eftir að hafa drukkið kaffi hjá þeim og gefið þeim borvél og fleira í innflutningsgjöf fórum við á Snæfellsnesið, á Hótel Búðir, við vorum nefnilega með gjafabréf; gisting og morgunverður. Við borðuðum kvöldmat þarna sem var mjög eftirminnilegur, 6 fisk- og kjötréttir sem voru ansi skemmtilegir. Þetta er kallað KENJAR KOKKSINS.  Fyrst kom humarsúpa með japönsku-ívafi, súpan+einn humar sem var í kaffibolla! Svo fengum við saltfiskstöppu, hrefnutartar, ál (reyktan), steikt folaldakjöt, grillaðan gíraffa og svo kom venjulegt lambakjöt, sem passaði engan veginn við allt sem á undan kom. Við fengum svo ýmiskonar hvít og rauð vín með öllum þessum réttum, það var alltaf skipt um hnífapör og glös í hvert skipti sem við fengum nýjan rétt. Þetta var mjög sérstakt og seinlegt. Við vorum að borða í tæpa 3 klukkutímaWhistling  Við fengum svo kaffi með okkur inn á herbergið og bragðbættum það með viskýi og tefldum nokkrar skákir (við erum nefnilega alltaf að æfa okkur fyrir Norðurlandamótið) Við vöknuðum svo alveg eldhress morguninn eftir og eftir að hafa borðað hefðbundinn morgunmat (kaffi og brauð) fórum við að skoða Snæfellsjökul.Búðaferð 010 Það var heilmikill snjór þarna og ég var ekki í neinu jöklastuði, enda komið sumar, svo að við fórum aftur á Akranes til Huldu og Ingimars. Við pössuðum okkur á að vera hjá þeim á kvöldmatartíma og Hulda töfraði fram lambasteik og soðnar kartöflur og með þessu hafði hún bernaise-sósu, maís og gulrætur. Kók var drukkið með þessum mat, ekkert vínsull. Hulda hefur greinilega ekki eins mikið hugmyndaflug og kokkurinn á Búðum en þatta var mjög góður og fljótétinn matur. Við vorum svo komin í Blöndubakkann um níu-leytið, mjög ánægð með skemmtilega helgi. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað skrifaðru "Hrefnutartar".  Hvað er það.

Þórdís Hlöðversdóttir (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 23:06

2 identicon

Sæl Áslaug mín. Athugasemd 1 fór í loftið á þess að ég vissi.  Ég samgleðst ykkur innilega með helgina.  En mér er forvitni að vita hvað"Hrefnutartar" eru.  Kveðja til Valda.

Þórdís Hlöðversdóttir (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 23:18

3 Smámynd: Áslaug Kristinsdóttir

Sæl Þórdís! Hrefnutartar er hakkað hrefnukjöt sett í mjög skipulagða hrúgu á miðjan diskinn. Mér persónulega fannst þetta ekki gott á bragðið, en vínið sem fylgdi þessum rétti var mjög gott

Áslaug Kristinsdóttir, 1.5.2008 kl. 17:35

4 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Erum við ekki að tala um hrátt hrefnukjöt þegar að það er kallað "tartar"?

Anna Viðarsdóttir, 1.5.2008 kl. 20:30

5 Smámynd: Áslaug Kristinsdóttir

Þetta var mjög líklega hrátt hrefnukjöt, ég ætla kannski aldrei að borða svona aftur

Áslaug Kristinsdóttir, 1.5.2008 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Áslaug Kristinsdóttir

Höfundur

Áslaug Kristinsdóttir
Áslaug Kristinsdóttir

Ferðalög, fréttir, fjölgun, fjölskyldan, farartæki, fótknúin farartæki, fróðleikur, fasteignir, fjör, fermingar, fjárfestingar,

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG_0001
  • Ferðalag 221
  • Ferðalag 101
  • Ferðalag 096

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband