Framtíðarplan

Ég er búin að ákveða hvað ég ætla að gera þegar ég verð orðin gömul og hætt að vinna. Ég ætla að fara mikið í strætó og pirra vagnstjórana á ýmsa vegu. Ég var að keyra leið 3 í gær og það komu nokkrar gamlar konur í vagninn hjá mér sem gáfu mér fullt af hugmyndum hvernig má pirra vagnstjóra á auðveldan hátt. Ég ætla ekki að upplýsa meira hérna en það á eftir að verða gaman hjá mér eftir ca.20-30 ár Devil

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Fær maður ekki einu sinni eitt dæmi ?   Lofa að segja engum.

Anna Viðarsdóttir, 20.4.2008 kl. 10:16

2 Smámynd: Áslaug Kristinsdóttir

Ok, ég get nefnt eitt lítið dæmi. Ég keyði niður Hverfisgötu og stoppaði við Lækjartorg, einhverjir fóru út og aðrir komu inn í vagninn, svo þegar ég var að fara að loka og ná græna ljósinu var allt í einu kona sem var búin að standa á stoppistöðinni þarna allan tímann sem tók viðbragð og setti annan fótinn inn fyrir dyrnar á vagninum og spurði hvort ég stoppaði við Kringluna, ég sagði "Já" þá spurði hún hvort leið 3 stoppaði ekki hinum megin við Kringluna. Ég sagði:"Ég stoppa við Kringluna", konan sagði:"Já, þú stoppar hinum megin við Kringluna" Ég sagði:"Ég keyri Miklubrautina og stoppa við Kringluna" Konan sagði:"Já, þú stoppar hinum megin við Kringluna" Ég sagði:"Ég stoppa við Kringluna" Konan sagði þá:"Já, ég ætla með þér, ég fór með leið 3 um daginn og hann stoppaði hinum megin við Kringluna" Ég varð alveg ringluð, hafði ekki hugmynd um hvað konan var að meina. Það endaði með að konan kom svo öll inn í vagninn og ég gat lokað og haldið áfram, en ég missti af grænum ljósum. En þetta trix að setja annan fótinn inn í vagninn svo að vagnstjórinn geti ekki lokað og koma svo með allskonar spurningar og fáránlegar staðhæfingar er frekar pirrandi, ekki gott fyrir blóðþrýstinginn en Anna, þetta er bara okkar á milli. 

Áslaug Kristinsdóttir, 21.4.2008 kl. 23:47

3 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Já, en þú svaraðir ekki konunni hvort að þú stoppaðir "hinum megin við Kringluna"!  Hahaha... þetta er bara fyndið. ( Sérstaklega þegar að maður lendir ekki í þessu sjálfur)

Anna Viðarsdóttir, 23.4.2008 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Áslaug Kristinsdóttir

Höfundur

Áslaug Kristinsdóttir
Áslaug Kristinsdóttir

Ferðalög, fréttir, fjölgun, fjölskyldan, farartæki, fótknúin farartæki, fróðleikur, fasteignir, fjör, fermingar, fjárfestingar,

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0001
  • Ferðalag 221
  • Ferðalag 101
  • Ferðalag 096

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband