Bíl-hlutir

Jæja, verð að segja ykkur hvernig gengur með bílasmíðina. Í gær var hringt í mig frá Vöku kl. 9:19 og tilkynnt að þeir væru búnir að finna húdd og bretti fyrir mig. Ég var föst að keyra strætó til kl. 14:27 en fór svo í leiðangur eftir vinnu. Ég fór í stillingu og keypti bremsuborða, kostuðu ekki nema 2307krónur, svo fór ég í Vöku og keypti húdd og bretti sem kostuðu bara 8 þúsund krónur. En ég er búin að reikna út að það verður frekar seinlegt og dýrt að smíða bíl svona, held að ég verði bara að aflétta þessu bílakaupabindindi af mér. Það er líka svo óþægilegt fyrir mig að vera í svona bindindi. Ég var að keyra strætó, leið 3 og var mjög djúpt hugsi um hvernig ég gæti farið framhjá þessu bindindi, hvort ég gæti keypt bíl og sett Corollu eða Elöntru upp í og borgað eitthvað á milli eða hvort ég ætti að kaupa einn bíl og setja tvo uppí. Og á meðan þessar djúpu hugsanir fóru fram í hausnum á mér, gleymdi ég að beygja inn í Vesturbergið, ég lenti í smá vandræðum, þurfti að snúa við og bakka, en farþegarnir kvörtuðu ekki og bílaumferðin stoppaði á meðan ég bakkaði, en þetta bindindi er farið að trufla vinnuna hjá mér, neyðist því til að hætta í þessu bílakaupastoppi  og vonandi fáið þið fréttir af bílakaupum hjá mér fljótlegaCool

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Áslaug Kristinsdóttir

Höfundur

Áslaug Kristinsdóttir
Áslaug Kristinsdóttir

Ferðalög, fréttir, fjölgun, fjölskyldan, farartæki, fótknúin farartæki, fróðleikur, fasteignir, fjör, fermingar, fjárfestingar,

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0001
  • Ferðalag 221
  • Ferðalag 101
  • Ferðalag 096

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband