17.3.2008 | 22:57
Nokkuð góður dagur
Vegna fjölda áskorana verður framhald á daglegum bloggfærslum hjá mér.
Í morgun keyrði ég strætó! Yfirmennirnir vita að ég er mikil símadama svo að ég fékk Símavagninn. Svona lítur hann út: Ég keyrði 3 ferðir á leið 6 og var búin að því fyrir kl.11.
Þegar ég kom heim hugsaði ég og hugsaði hvað ég gæti gert. Ég reyndi að finna út hvort ég gæti kannski platað einhvern til að kaupa bíl. Ég reyndi að hringja í Önnu frænku en hún svaraði ekki þegar ég hringdi fyrst, svo var á tali hjá henni. Björgvin var svo nývaknaður þegar ég hringdi í hann og svo varð síminn hjá honum rafmagnslaus svo að ég gat ekki platað hann. Það endaði með því að ég fór í Vöku og keypti eitt ljós hjá þeim, ég ætlaði líka að kaupa frambretti og húdd en það var niðri í kjallara og þeir hringja í mig þegar ég má sækja það. Svo þarf ég bara að kaupa nokkrar hurðir, vél, og eitthvað fleira og þá get ég smíðað mér bíl! Það er ekkert í bílakaupabindindinu sem bannar mér að kaupa varahluti. Svo er ég líka búin að kaupa ventalokspakkningu. Þetta verður kannski svolítið seinlegt
Um bloggið
Áslaug Kristinsdóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Núna er ég farin að hafa VERULEGAR áhyggjur.
Talandi um að "laumast" í sopann (sopi=bílakaup). Þú þarft með-í-ferð. Ekki spurning.
p.s. Alla langar að yngja upp Toyota Avensis sinn. Bara að láta þig vita
Anna Viðarsdóttir, 18.3.2008 kl. 10:12
Jæja Anna, þarna komstu upp um þig. Byrjar á að segja við grey Áslaugu að það sé orðið tímabært að fari í bílameðferð en fyllir hana svo bara með heilli Toyotu skamm, skamm!
Þorsteinn Kristinsson, 18.3.2008 kl. 16:21
hehehehehe...
Anna Viðarsdóttir, 18.3.2008 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.