15.3.2008 | 23:45
Matarboð sem endaði vel....
Í dag var skemmtilegur dagur hjá mér. Ég var í skólanum í morgun að læra bókhald. Svo fór ég til Lenku skákkonu. Einhver maður keyrði á bílinn hennar og vill borga tjónið sjálfur og Lenka bað mig að koma og kíkja á skemmdirnir og ráðleggja henni hvað væri best að gera. Hún bauð mér í hádegismat og ég gaf Adam, syni hennar, sem fæddist 10.10.2007, fullt af fötum sem ég keypti á Kanarý. Hann fékk öll bláu fötin sem ég keypti þar
Ég skoðaði svo skemmdirnar á bílnum hennar og eins og þið sjáið er bíllinn nánast ónýtur, brotið parkljós og stuðarinn töluvert svartur. Á meðan við borðuðum kjúklinginn töluðum við um bíla, ég sagði þeim frá Elöntrunni sem ég keypti um daginn. Þau ætluðu varla að trúa mér að það væru bílaauglýsingar á barnaland.is. Ómar sagðist vilja kaupa nýrri bíl, hann hefur á tilfinningunni að bíllinn hennar Lenku sé að verða of gamall en það er árgerð 1998 og svo eftir að það var keyrt á hann þá er þetta auðvitað ekki spurning. Ég spurði hvort ég ætti ekki að kíkja á auglýsingar á barnaland fyrir þau, Omar kom strax með tölvu og setti fyrir framan mig, ég fór inn á barnalandið og skoðaði nokkrar blaðsíður af auglýsingum en fann ekkert bitastætt, svo fór ég inn á bilasolur.is og eftir að hafa yfirheyrt Omar um hvernig bíl hann vildi helst, setti ég leitarvélina á Toyota-skutbíll-verð 0-600 þús.kr. Það komu nokkrir upp og ég smellti á einn árgerð 1999 sem kostaði 480 þúsund en það var bara til að sýna þeim mynd af bílnum, þau skoðuðu myndirnar og leist vel á þessa tegund af bíl, alveg passlega stór. Ég sá svo allt í einu að það var sérstakt tilboðsverð á þessum bíl, 190 þúsund krónur, ég benti þeim á það og Omar varð mjög spenntur, hann rétti mér síma og ég hringdi á bílasöluna. Klukkan var 15:25 þegar ég hringdi, bílasalinn sem svaraði sagði að það væri opið til kl.16 og bíllinn væri hjá þeim, en það væri endurskoðun á bílnum, þarf að skipta um dempara og laga ballans-stöng. Omar dreif sig í jakka og spurði hvort ég hefði ekki tíma til að skoða bílinn. Við fórum svo upp á Eirhöfða og skoðuðum bílinn, Omar keyrði einn hring og leist vel á bílinn. Bílasalarnir hættu við að loka kl. 16:00 og Omar keypti bílinn. Hann dró bara upp debetkortið og borgaði brosandi. Á meðan bílasalinn var að renna kortinu í posann sagði Omar við mig: "Bíllinn er ódýrari en tölva!" Svo var eitthvað páskatilboð þarna og hann fékk páskaegg nr.5 frá Nóa með bílnum!Flottur bíll!!!
Omar Salama er nú kominn í hóp hamingjusamra Toyota Corolla eigenda
Um bloggið
Áslaug Kristinsdóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ÁSLAUG!!! Þetta er saklaust fólk....
...ég myndi segja að þú hafir svindlað á bílakaupabindindinu
Björgvin Kristinsson, 16.3.2008 kl. 08:10
Ég tek undir það sem að bróðir þinn segir.
Held að ég hafi ekki efni á því að fá þig í heimsókn til mín.
Anna Viðarsdóttir, 16.3.2008 kl. 10:56
Ég keypti ekki bílinn, ég er enn í bílakaupabindindi, en tilfinningin þegar hann rétti fram debetkortið til að borga bílinn og þegar hann skrifaði undir alla pappírana, var ólýsanleg. Anna, bjóddu mér í mat!! Viltu ekki nýrri bíl?
Áslaug Kristinsdóttir, 16.3.2008 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.