14.3.2008 | 22:36
Föstudagur
Í dag átti ég að vera í fríi frá strætó, en ég var beðin um að keyra nokkrar ferðir á leið 15 og ég var svo sem ekki búin að plana neitt sérstakt svo að ég lét til leiðast. En það kostaði að ég þurfti að vakna snemma, ég var smástund að ákveða á hvaða bíl ég færi í vinnuna og Elantran varð fyrir valinu, kannski af því að í geislaspilaranum í henni eru Gamlar myndir, Kim Larsen-diskur Péturs Kristjánssonar. Ég hlustaði á lag nr. 5, stillti frekar hátt (ég var ein í bílnum) og söng með. Góð byrjun á föstudegi. Ég var komin á Hesthálsinn kl. 6:25 og byrjaði svo á Hlemmi kl. 6:47. Ég keyrði bara til kl. 10:00 en þá fór ég með vagninn aftur upp á Hestháls. Ég fór svo heim á Elöntrunni og hlustaði aftur á lag nr.5. Eftir að hafa sofið í ca. klukkutíma í hádeginu fór ég aftur í uniformið, kvaddi alla bílana mína og labbaði niðrí Mjódd, þar tók ég leið 24 (kl.12:48) upp á Höfðabakka, þaðan labbaði ég á Hesthálsinn (hressandi göngutúr), fann aftur vagninn sem ég var á í morgun og í þetta skiptið byrjaði ég á Reykjavegi í Mosó, kl.13:46. Veðrið var alveg frábært í dag, vorið er alveg að fara að koma, ég sá krakka labba heim úr skólanum og þau voru ekki í úlpunum, þau héldu á þeim. Það var mikið betra veður eftir hádegi heldur en fyrir. Í pásunum í Mosó nennti ég ekki að vera inni í gámnum, veðrið var svo frábært. Gaman að sjá snjóinn í Esjunni. Ég tók nokkrar myndir.Ég keyrði svo til kl. 18:16, en þá var vaktin búin á Hlemmi, þá var ég svo heppin að Valdi var staddur þar og hann keyrði mig heim, með viðkomu í Nettó, ég varð að kaupa sætar kartöflur. Ég er nefnilega búin að venja okkur á sætar kartöflur með öllum mat!!! Við borðuðum svo kvöldmatinn fyrir framan sjónvarpið og horfðum á Gettu betur, ég hélt með stelpuliðinu en því miður vann strákalið MR. Á morgun verður nóg að gera hjá mér: skóli, matarboð, gefa sængurgjöf, skoða skemmdan bíl o.fl. en þið fáið skýrslu annað kvöld
Um bloggið
Áslaug Kristinsdóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég þarf greinilega að draga fram Kim Larsen diskinn minn og hlusta á lag númer fimm Kannski syng ég með eins og sumir... hehehehe!
Anna Viðarsdóttir, 15.3.2008 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.