11.3.2008 | 23:19
Þriðjudagur
Ég byrjaði daginn á að vakna kl. 5:30 og fara í sturtu. Fór svo í strætófötin og var snögg að því, ég er í æfingu, líklega er ég búin að klæða mig rúmlega 3000 sinnum í einkennisföt á þessum tæpu 12 árum sem ég hef keyrt strætó. Ég var komin í Mjóddina kl. 5:57 og vagninn kom kl 5:59. Eftir að hafa farið um allt Breiðholtið var ég komin á Hestháls kl.6:20. Ég keyrði leið 12 í morgun og byrjaði kl. 6:39 í Austurberginu. Allt gekk vel hjá mér í dag og ekkert fréttnæmt gerðist. Vaktin var búin kl. 11:06 (ég var búin að lofa einn færslu á dag og ég ætla ekki að svíkja það þó að ég hafi ekkkert að segja).
Ég var með kjötsúpu í kvöldmat, prófaði að setja sætar kartöflur í hana og það kom rosalega vel út. Björgvin kom í heimsókn og hann lenti í að smakka á súpunni, held að hann hafi bara verið nokkuð sáttur, a.m.k. fékk hann sér aftur á diskinn
Eftir súpusötrið fórum við Valdi í Ráðhús Reykjavíkur að horfa á síðustu umferðina í Reykjavíkurskákmótinu. Alltaf gaman að vera bara áhorfandi á skákmótum.
Og að lokum er hér betri mynd af Corollunni
Ég þarf greinilega að kaupa eða finna einn hjólkopp!
Um bloggið
Áslaug Kristinsdóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er greinilegt af fyrri hluta bloggsins að hér er kona á ferð sem er vön vinna eftir klukkunni.
Anna Viðarsdóttir, 12.3.2008 kl. 19:57
Já, klukkan skiptir miklu máli hjá vagnstjórum, mjög miklu. En það hefur komið fyrir að fólk, sem ekki kann á klukku, hefur ráðið sig í vinnu hjá Strætó.
Áslaug Kristinsdóttir, 12.3.2008 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.