3ja-bíla-játning

Í bloggi dagsins ætla ég að gera smá játningu, en fyrst verð ég að segja að prófið í skólanum í kvöld var mjög stutt og lauflétt, verð virkilega fúl ef ég fæ ekki 10. En þá er komið að játningunni: ÉG Á NÚNA 3 BÍLA!!!! Ég keyri strætó alla daga og má ekkert vera að því að keyra einkabíl, hvað þá bílA. Ég fer alltaf í strætó í vinnuna og þarf ekkert að eiga svona marga bíla. En Birna lét mig hafa bílinn sinn, hún er hætt að nota hann. Þetta er Toyota Corolla árgerð 1993. Ég ætla að fara með hann í skoðun og svo ætla ég að selja hann. Vínrauður og fallegur bíll, bara búið að keyra hann 165 þúsund km. Ný kúpling, nýtt púst, ný framrúða o.fl. Ég ætti að fá a.m.k. 150 þúsund fyrir hann þegar hann er kominn með 09-miða.Toyota 015 En ég er búin að setja sjálfa mig í tímabundið bílakaupabindindiBlush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Jæja, núna ætla ég að þegja. Aldrei þessu vant

Anna Viðarsdóttir, 11.3.2008 kl. 15:18

2 Smámynd: Björgvin Kristinsson

Ég keypti mér jeppa áðan...
Hvernig kemst maður í svona bílakaupabindindi?
Þetta er sjötti fjórhjóladrifsbíllinn sem ég eignast á innan við ári og ég á fjóra þeirra ennþá. Fyrst var það Toyota Touring sem er smá bilaður núna, svo svakalegur Willys Overland  fyrrum hreppstjórabíll árg. 1960 á 44" dekkjum. Sjötti dýrasti bíll heims og er hann falur fyrir 350 milljónir. Þetta er græja sem verður sem sagt varla seld næstu árin.
Til gaman má geta þess að tímaritið Forbes hefur birt lista yfir fimm dýrustu bíla heimsins. Enginn nýr bíll er á þeim lista, heldur aðeins gamlir eðalvagnar sem hafa selst fyrir metfé á uppboðum. Efstur á þeim lista er Bugatti Royale Kellner Coupé af árgerð 1931.
Aðeins voru smíðaðir fimm bílar af þessari gerð og kaupverðið þá var tæpar þrjár milljónir króna. Árið 1987, semsagt fyrir tuttugu árum var hann seldur á uppboði fyrir 565 milljónir króna. Kaupandinn var ónafngreindur Japani.
Númer tvö í röðinni er Mercedes-Benz 38/250 SSK frá árinu 1929. Hann var á sínum tíma hraðskreiðasti sportbíll í heimi. Í september árið 2004 var einn slíkur seldur á 480 milljónir króna.
Númer þrjú er Bugatti Royale Berliner De Voyager af árgerð 1931. Hann var seldur á uppboði í Nevada árið 1986 fyrir 421 milljón króna.
Númer fjögur er Ferrari 330 TRI/LM Testarossa af árgerð 1962. Sá bíll vann Le Mans keppnina árið 1962. Hann var seldur á uppboði árið 2002 fyrir 421 milljón króna, eins og Bugatti bíllinn hér á undan.
Númer fimm er svo Ferrari P3 af árgerð 1966. Hann var seldur á uppboði í ágúst árið 2000 fyrir 363 milljónir króna.
Og í sjötta sæti er röðin komin að mínum hlýtur að vera,... ekki satt. 
OK,... hvert var ég kominn.... já, eignaðist Subaru Impreza með 120 HÖ og spoiler, Skipti honum upp í  Risastóran Landcruiser en svo fór dísillinn í 150 kall svo ég seldi gripinn. Í millitíðinni hafði ég fest kaup á VW Passat 150 HÖ 4x4 leðurkagga en hann er væntanlegur á göturnar eftir töluverðar útlitsbreytingar fljótlega eftir páskahretið. Þangað til verð ég á mínum fjalla Suzuki jeppa sem ég keypti rétt áðan en til gamans má geta að hann minnir ísyggilega mikið á gamla fjallajeppann hennar Önnu frænku sem er með færsluna hér fyrir ofan. Hvað er eiginlega hægt að skrifa mörg orð í svona athugasemdardæmi?

Björgvin Kristinsson, 12.3.2008 kl. 04:10

3 Smámynd: Björgvin Kristinsson

Æ...ákvað að nota aðeins tækifærið fyrst Anna var ákveðin í að þegja.

Björgvin Kristinsson, 12.3.2008 kl. 04:16

4 Smámynd: Áslaug Kristinsdóttir

Takk fyrir fróðlegar og skemmtilegar athugasemdir, Mána-pabbi. Þegar ég las um alla þessa gömlu og dýrmætu bíla, datt mér í hug gamall, rauður Volvo

Áslaug Kristinsdóttir, 12.3.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Áslaug Kristinsdóttir

Höfundur

Áslaug Kristinsdóttir
Áslaug Kristinsdóttir

Ferðalög, fréttir, fjölgun, fjölskyldan, farartæki, fótknúin farartæki, fróðleikur, fasteignir, fjör, fermingar, fjárfestingar,

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0001
  • Ferðalag 221
  • Ferðalag 101
  • Ferðalag 096

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband