GPS

Ég fór í innflutningspartý til Hörpu skákvinkonu minnar í kvöld (föstudagskvöldið 7.mars) Hún og maðurinn hennar voru að flytja í glænýja íbúð í Kópavoginum; Vindakór 9-11. Það gekk ágætlega að finna Vindakórinn, Valdimar var með mér og hann hefur áður keyrt inn í þetta hverfi en ég hafði aldrei stigið fæti í þetta póstnúmer (203), a.m.k. ekki svo ég viti. Við vorum með GPS-tækið okkar en Íslandskortið kom ekki upp, við gátum ekki slegið inn heimilisfang, Evrópukortið var yfirgnæfandi. Anna, hvað þarf að gera til að þetta virki eins og maður vill að það virki? Þegar við fórum heim var ekkert mál að fara í favourites og slá inn "heima er best" og konan sagði mér að turna left og leiðbeindi mér út úr öllum hringtorgunum, eru kannski flestir sem þagga niður í konunni? Hvernig er það gert? En það var komið myrkur þegar við fórum heim og ég er alveg handviss um að við spöruðum smá olíu á að vera með gps-tækið, við fórum beinustu leið heim, villtumst ekkert. Ef ég hefði verið ein, ekki með neitt gps-tæki og engan Valdimar væri ég kannski ekki ennþá komin heim... En nú ætla ég að fara að sofa, skóli í fyrramáliðWink

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Áslaug Kristinsdóttir

Höfundur

Áslaug Kristinsdóttir
Áslaug Kristinsdóttir

Ferðalög, fréttir, fjölgun, fjölskyldan, farartæki, fótknúin farartæki, fróðleikur, fasteignir, fjör, fermingar, fjárfestingar,

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0001
  • Ferðalag 221
  • Ferðalag 101
  • Ferðalag 096

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband