4.12.2007 | 11:16
Allt ad verda búid..
Rútan er ad koma og vid förum út á flugvöll eftir nokkrar mínútur, vélin fer í loftid kl. 13:50 og lending verdur um kl. 19:35. Sjáumst!!
Um bloggið
Áslaug Kristinsdóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað er flugnúmerið á fragtfluginu sem þið komið með?
Þorsteinn Kristinsson, 4.12.2007 kl. 12:46
Hmmm... klukkan er núna 13:35 og þú ert skráð inni. Eitthvað einkennilegt við þetta hjá þér. Gleymir þú nokkuð að skrá þig út úr siðunni? En jæja, það kemur bara í ljós... sem minnir mig á annað. Á ég að panta fyrir ykkur tíma í ljós? Hahahahaha
Anna Viðarsdóttir, 4.12.2007 kl. 13:37
Er eitthvað númer á fraktflugum?
Ég setti eina evru á tölvuna á hótelinu kl. 11:10, ein evra =16 mínútur. Rútan átti að koma kl. 11:25, ég fór aðeins frá tölvunni þegar tíminn var að renna út og þegar ég leit á hana aftur var eins og tíminn hefði klárast en ég skráði mig ekki út. Ég veit ekki hvernig þetta virkar, hélt að þegar slokknaði á tölvunni kæmi sjálfvirk aftenging. Nei, ekki panta tíma í ljós fyrir okkur, við ætlum bara að vera svona!
Áslaug Kristinsdóttir, 5.12.2007 kl. 00:14
Smá-leiðrétting: Ég setti eina evru Í tölvuna.
Áslaug Kristinsdóttir, 5.12.2007 kl. 00:19
Jæja, velkomin á klakann. Eru þið ekki á leiðinni út aftur. Mér finnst þið miklu skemmtilegri í útlöndunum en heima að keyra strætó!
Anna Viðarsdóttir, 5.12.2007 kl. 10:10
Takk, Anna. Við ætlum að taka upp úr töskunum áður en við ákveðum næstu utanlandsferð. Við erum aðeins farin að ræða möguleikana, ég á fullt af vildarpunktum sem er betra að nota áður en þeir fyrnast. En ég býst við að við förum ekki fyrr en á næsta ári. Ég á eftir að sjá Toyotuna þína með berum augum og heimsækja ykkur Alla í Gautavíkina
Áslaug Kristinsdóttir, 5.12.2007 kl. 13:03
Með "berum" augum... Er mín enn með hugann við nektarströndina? Thihíhíhíhí!
Anna Viðarsdóttir, 5.12.2007 kl. 15:39
Ég er farin að sjá eftir að hafa ekki farið á nektarströndina fyrir þig
Áslaug Kristinsdóttir, 7.12.2007 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.