Pakk-fréttir

Vid erum búin ad pakka í töskurnar okkar í dag. Á morgun aetlum vid ad vakna snemma og fara í smá-verslunarleidangur, vid höfum nefnilega pláss fyrir meira dót í töskunum!! En vid erum búin ad kaupa allt sem okkur vantar og langar í. Ég aetla samt ad finna eitthvad til ad kaupa. Thorsteinn, viltu eitthvad meira en videó-cameru hjá Harry? Björgvin, viltu eitthvad meira en videó-cameru hjá Harry? Ég hef pláss.

Eftir ad vid vorum búin ad uppgötva ad vid hefdum svona mikid laust pláss, fórum vid út ad borda á norskan stad sem heitir Nya Trollstuen, Örvar Kristjánsson spiladi á harmoniku. Vid fengum okkur svínakjöt og franskar kartöflur, í eftirrétt fengum vid okkur bananasplitt, tá uppgötvudum vid ad vid höfum alveg gleymt ad borda ávexti hérna, vid komum tví vid í súpermarkadi og keyptum nokkur kíló af mandarínum o.fl. Ávaxtakvöld framundan, veit ekki hvad vid höfum mikinn tíma á morgun til ad borda, vid verdum ad reyna ad fylla töskurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Pakk-fréttir."  Ég misskildi þessa fyrirsögn. Hélt að þú ætlaðir að fara að segja fréttir af vinum ykkar frá Laugarvatni, sem eru á sömu hæð og þið. Fóru þau nokkuð með ykkur á nektarströndina? Eða út að versla?

Kristinn B. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 22:03

2 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Áslaug þú kemur mér á óvart! Ég vissi ekki að þú hefðir þessi innkaupagen. Er það Valdi sem hefur þessi áhrif á þig? Ertu kannski alveg á hans Valdi?

Anna Viðarsdóttir, 3.12.2007 kl. 10:49

3 Smámynd: Þorsteinn Kristinsson

Tja, fyrst þú ert nú að bjóðast til að kaupa eitthvað meira fyrir mig þá á ég eftir að kaupa eina jólagjöf. Handa þér og Valda. Þannig að ef þú sérð eitthvað sem þig langar rosalega mikið í og kostar ekki meira en 400 kr íslenskar, þá máttu alveg endilega kaupa það  (sparar mér ferð í Tiger)

Þorsteinn Kristinsson, 3.12.2007 kl. 12:02

4 Smámynd: Áslaug Kristinsdóttir

Pakkid fer heim á morgun, kannski med sömu vél og vid, kemur í ljós. En vid erum búin ad tala vid tau og tegar ég sagdist hafa fengid rosalega flott fellihýsi fyrir gamla og úrelta hjólhýsid voru tau alveg sátt vid ad ég seldi teim ekki.

Thorsteinn ég redda tessu fyrir tig, kaupi eitthvad fallegt og ódýrt handa okkur

Áslaug Kristinsdóttir, 3.12.2007 kl. 12:36

5 Smámynd: Áslaug Kristinsdóttir

Anna, já hann hefur tessi áhrif á mig, ég vildi ekki vera Valdalaus hér.

Áslaug Kristinsdóttir, 3.12.2007 kl. 12:37

6 identicon

Þetta er nú orðið meira Valda-taflið! Valdir þú Valda eða valdi Valdi þig í þessa ferð? Ég gæti nú best trúað að Valdi væri orðinn valdalaus eftir að hann valdi það að flytja til þín. Konur vilja líka búa yfir miklu valdi, þess vegna viltu ekki vera Valdalaus! Best gæti ég trúað að Valdi væri algjörlega á þínu valdi. Þetta jaðrar við Valda-fíkn. Í öllum samböndum er valda-barátta, en reynið samt að ná valda-jafnvægi annars gæti þetta endað með valda-ráni! - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -- - - - - - -  Ekki sýna Valda þetta bull!

Kristinn B. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 20:46

7 Smámynd: Áslaug Kristinsdóttir

Þú hefðir átt að hafa síðustu setninguna fyrst. Við vorum bæði búin að lesa þennan flotta texta hjá þér þegar síðustu 5 orðin blöstu við okkur!

Áslaug Kristinsdóttir, 5.12.2007 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Áslaug Kristinsdóttir

Höfundur

Áslaug Kristinsdóttir
Áslaug Kristinsdóttir

Ferðalög, fréttir, fjölgun, fjölskyldan, farartæki, fótknúin farartæki, fróðleikur, fasteignir, fjör, fermingar, fjárfestingar,

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0001
  • Ferðalag 221
  • Ferðalag 101
  • Ferðalag 096

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband