Hæ Anna!

Jæja, nú er búið að sýna viðtalið við Guðlaugu og það hafa mjög margir horft á það. Ótrúlega margir vinnufélagar mínir hafa tilkynnt mér að þeir hafi séð mig í sjónvarpinu og áðan var ég á bensínstöð og útimaðurinn spurði mig hvort ég væri skákdrottning. Það kom svo í ljós að hann hafði horft á sjónvarpið á sunnudaginn. Guðlaug missti af að sjá sig í sjónvarpinu, hún fór til Boston og verður þar þangað til flestir hafa gleymt þessu viðtali!! Ég ætla að vera nokkra daga í viðbót á landinu og svo fer ég til Kanarý, en það er reyndar ekki vegna þessa viðtals.

Ég var í fríi í dag og er búin að fá mér nettengingu hjá HIVE og þar af leiðandi er ég komin með nýtt netfang: aslaugkr@hive.is Anna, þú breytir þessu þá hjá þér við tækifæri (það er enginn annar sem les þetta). Já ég get svo bætt því við að Hulda má setja þurrkarann í þvottahúsið svo að ég þarf að koma á jeppanum í Goðheimana og taka gripinn. Ég hringi í þig til að ákveða tímann!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Sæl frænka. Ég skal breyta netfanginu. Verst að ég er með netfangaskrá á svo mörgum stöðum. Það er í vinnunni, heima í fartölvunni og í gömlu tölvunni minni líka og að lokum í hotmail svæðinu mínu. En ég skal reyna að muna að breyta þessu á öllum stöðum   En ég reikna með að vera meirihluta dagsins á laugardaginn í Goðheimum. Við verðum bara í sambandi!

Anna Viðarsdóttir, 7.11.2007 kl. 09:37

2 Smámynd: Björgvin Kristinsson

Heyrðu!!! Ég les þetta líka... Átti ég ekki einhverntíman þvottavél hjá þér?

Björgvin Kristinsson, 11.11.2007 kl. 09:22

3 Smámynd: Áslaug Kristinsdóttir

OK, þið eruð þá tvö sem lesið þetta hjá mér. En það er rétt hjá þér, þú átt þvottavél hjá mér. Þú getur sótt hana þegar þú vilt!

Áslaug Kristinsdóttir, 11.11.2007 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Áslaug Kristinsdóttir

Höfundur

Áslaug Kristinsdóttir
Áslaug Kristinsdóttir

Ferðalög, fréttir, fjölgun, fjölskyldan, farartæki, fótknúin farartæki, fróðleikur, fasteignir, fjör, fermingar, fjárfestingar,

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0001
  • Ferðalag 221
  • Ferðalag 101
  • Ferðalag 096

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband