Smá villingur

Það er ekkert grín að keyra strætó. Ég var að keyra leið 12 í dag, ég keyri oftast þá leið og er ekkert vön að villast en í síðustu ferðinni gleymdi ég að beygja þar sem ég átti að beygja. Sem betur fer voru ekki margir farþegar í vagninum, 3 stelpur sem fóru að hlægja þegar ég villtist (það varð til þess að ég rankaði við mér og sá mistökin) og svo var einn maður sem var að fara að sækja bílinn sinn á verkstæði og hann hafði ekki hugmynd um að hvaða leið vagninn átti að fara svo hann sagði ekkert. Ég var að koma úr Austurberginu og Suðurhólum og átti að fara niður Höfðabakkann en fór áfram inn Vesturhóla!! Ég gat ekki stoppað og bakkað, því það voru bílar fyrir aftan mig, ég varð að keyra áfram og það endaði með að ég sneri við í Krummahólunum! Örugglega sjaldgæft að strætó fari inn í sjálfa Krummahólana, (ég hafði ekki tíma til að athuga hvort Helga væri heima). Það tók smá stund að komast inn á rétta leið aftur en það er líklega betra að hafa hugann við aksturinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Já ég held að það sé betra að verka vakandi í vinnunni. Það má ekki tefla farþegum í tvísýnu  ...og segja svo bara skák og mát!

Anna Viðarsdóttir, 22.10.2007 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Áslaug Kristinsdóttir

Höfundur

Áslaug Kristinsdóttir
Áslaug Kristinsdóttir

Ferðalög, fréttir, fjölgun, fjölskyldan, farartæki, fótknúin farartæki, fróðleikur, fasteignir, fjör, fermingar, fjárfestingar,

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0001
  • Ferðalag 221
  • Ferðalag 101
  • Ferðalag 096

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband