5.9.2007 | 23:24
Þakgil
15.ágúst fórum við í stutt ferðalag á Landcruiser með fellihýsið í eftirdragi. Við fórum í Þakgil og vorum þar eina nótt. Til að komast í Þakgil er best að keyra til Víkur í Mýrdal og áfram austur ca. 5 km og þá birtist skilti sem vísar veginn til Þakgils. Það eru ca. 14 km frá þjóðvegi 1. Þetta er stórsniðugt tjaldsvæði sem óhætt er að mæla með. Ég ætla ekki að reyna að lýsa þessu með orðum en bendi á myndirnar í albúminu sem heitir Þakgilsferðalag. Við eigum örugglega eftir að fara þangað aftur, því að rétt hjá Þakgili er vegur sem er sérhannaður fyrir jeppa og hann liggur upp að Mýrdalsjökli!!
Um bloggið
Áslaug Kristinsdóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið agalega hefur verið leiðinlegt í þessu ferðalagi ykkar miðað við myndirnar í albúminu.
Anna Viðarsdóttir, 6.9.2007 kl. 20:23
Já, ég var mjög fegin þegar þetta ferðalag var búið.
Áslaug Kristinsdóttir, 8.9.2007 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.