Austfirðir

6.-9. ágúst fórum við í ferðalag um Austfirði. Fyrstu nóttina vorum við á Hornafirði. Næstu nótt vorum við á Egilsstöðum og þriðju nóttina vorum við á Fáskrúðsfirði. Veðurspáin var góð en þó að veðrið væri ágætt, þá var full mikil þoka. Við ætluðum t.d. í Loðmundarfjörð en hættum við vegna þoku. Við fórum í Mjóafjörð og ég verð nú að segja að mér finnst alveg furðulegt að fólk búi þar. Undirlendi er mjög lítið enda hefur þurft að breyta dráttarvélum svo að hægt sé að slá í öllum brekkunum. Þetta sést á myndunum sem ég tók og er í myndaalbúminu. Mér fannst einnig merkilegt að koma til Reyðarfjarðar, álverið er alveg hryllilega ljótt og eyðileggur annars fallegan fjörð. Ég skil ekki hvernig einhverjum datt í hug að setja þetta þarna. Fyrst eyðileggja stjórnvöld fiskveiðar og fiskvinnslu með meingölluðu kvótakerfi og svo er byggt forljótt og mengandi álver handa fólkinu. Þetta er hrikalegt rugl. En fólk virðist ekki vera neitt æst í að vinna í þessu álveri, ef farið er inn á mbl.is-fasteignir og leitað að eignum á Reyðarfirði til sölu, þá er niðurstaðan: 228 eignir fundust. Fólk er greinilega að flýja þaðan. Ég er ekki hissa, ekki vildi ég búa þarna og við vorum ekki lengi þarna, ég var svo hneyksluð á þessu að ég gleymdi næstum að taka myndir af þessu ljóta álveri, en tók nokkrar á meðan við keyrðum framhjá þessu ógeði. Að öðru leyti var þetta ágætis-ferðalag. Ég var reyndar hissa á að fara í gegnum göngin frá Reyðarfirði til Fáskrúðsfjarðar, þetta eru rosalega flott göng, minntu mig á Hvalfjarðargöngin, nema þarna þarf ekki að borga neitt. Fólkið fékk þessi göng líka í sárabætur vegna kvótakerfisins.

Við ætluðum að vera lengur í þessu ferðalagi en það var komin rigning og við vildum ekki pakka fellihýsinu blautu og verða svo að þurrka það í Blöndubakkanum. Við fórum Fjallbaksleið nyrðri heim, ekki mjög góður vegur og ekki fólksbílafær en við flugum yfir allar torfærur og ár á jeppanum, ég vorkenndi fellihýsinu að þurfa að elta okkur, það hoppaði og skoppaði fyrir aftan okkur en það kvartaði ekki og getur hvílt sig vel í vetur. Síðasta daginn keyrðum við sem sagt frá Fáskrúðsfirði og alla leið til Reykjavíkur, við komum heim um hálfeitt-leytið aðfaranótt föstudagsins 10. ágúst!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Áslaug Kristinsdóttir

Höfundur

Áslaug Kristinsdóttir
Áslaug Kristinsdóttir

Ferðalög, fréttir, fjölgun, fjölskyldan, farartæki, fótknúin farartæki, fróðleikur, fasteignir, fjör, fermingar, fjárfestingar,

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0001
  • Ferðalag 221
  • Ferðalag 101
  • Ferðalag 096

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband