20.8.2007 | 22:18
Ferðalag Dagur 7
Vöknuðum á Hótel Varmahlíð um morguninn eftir góðan svefn. Fengum okkur hótel morgunmat t.d. brauð með sardínum! Lögðum okkur svo aftur. Yfirgáfum hótelið í hádeginu og fórum til Sauðárkróks. Þar fundum við opið hjólbarðaverkstæði og fengum gert við fellihýsisdekkið. Þegar við vorum búin að skoða Sauðárkrók nógu mikið fórum við norður fyrir Hofsós og stoppuðum í Lónkoti. Við ætluðum að koma Jóni Snæbjörnssyni á óvart, en þá var hann ekki staddur þarna, var farinn í sumarfrí!! En við skoðuðum tjaldið hans og hittum dóttur hans og hún bauð upp á kaffi og bláberjaostaköku.
Jæja, við héldum áfram að keyra og skoða landið. Anna frænka var ekki á Siglufirði svo að við fórum ekki þangað. Fórum til Ólafsfjarðar en stoppuðum lítið þar, héldum áfram til Akureyrar og þar hittum við Jón Óskar og börn.
Fórum öll í Vaglaskóg og fundum góðan stað fyrir fellihýsin.
Agnes Rósa, Kristrún Heiða, Sindri Már og Jón Óskar.
Þau eru með flott fortjald við fellihýsið en þau eru ekki með spil á sínum Landcruiser!!
Bangsi (hundurinn þeirra heitir Bangsi)
Allir fóru snemma að sofa, því að það var langur dagur framundan...
Um bloggið
Áslaug Kristinsdóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.