Jeppaferð

1. október fóru nokkrir félagar í St.SVR í dagsferð á jeppum. Fararstjóri og skipuleggjandi ferðarinnar var Sigurlaugur Þorsteinsson. Leiðangursstjóri var Kjartan Kópsson. Við hittumst kl. 9 um morguninn að Hesthálsi 14, þaðan var farið til Hvolsvallar. Eftir að fólk var búið að fá sér hressingu, fylla eldsneytistankana og taka fullt af myndum af öllum jeppunum, var lagt af stað. Sigurlaugur fór með okkur í Fljótshlíðina, upp með Tumastöðum í átt að Heklu.

P1018296 Jepparnir voru af ýmsum tegundum: Toyota Landcruiser (3 stk.), Toyota Hilux, Mitsubishi Pajero, Nissan Patrol, Ford Econoline, Hyundai Santa Fe, SsangYong Actyon, Kia Sportage og síðast en ekki síst: Cadillac Escalade!

Jeppaf. 038 Kia-jeppinn var aðeins að stríða eiganda sínum og hætti allt í einu að hlaða. Eftir eitt stoppið neitaði Kian að vera í gangi (alveg rafmagnslaus) og Dóri á flotta Fordinum dró hann að næsta viðkomustað. Þar var ákveðið að skilja Kiu og Nissan eftir en hinir héldu áfram. Allur hópurinn hittist svo við Hrauneyjar um hálfsex-leytið, þá kom í ljós að bilunin í Kíunni var ekki alvarleg; vír hafði losnað og eftir að hann var tengdur aftur byrjaði bíllinn að hlaða sig.

Jeppaf. 018 Örlítill snjór var á hluta leiðarinnar, en við létum það ekki trufla okkur.

Jeppaf. 049 Við kíktum á Ljótapoll. Magnús formaður var ekki lofthræddur og dansaði á brúninni fyrir okkur hin sem vorum með myndavélar.

Jeppaf. 075 Á þessari mynd eru f.v.: Júlía, Áslaug og Ester. Þess má geta að Júlía og Áslaug voru einu kvenbílstjórarnir í þessari ferð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Áslaug Kristinsdóttir

Höfundur

Áslaug Kristinsdóttir
Áslaug Kristinsdóttir

Ferðalög, fréttir, fjölgun, fjölskyldan, farartæki, fótknúin farartæki, fróðleikur, fasteignir, fjör, fermingar, fjárfestingar,

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0001
  • Ferðalag 221
  • Ferðalag 101
  • Ferðalag 096

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband