Snædís

Hulda og Snædís komu í heimsókn til mín í gær. Þegar Hulda sagðist ætla í smá-verslunarleiðangur stakk Snædís upp á að hún fengi að vera í pössun hjá ömmu á meðan, því að hún væri orðin svo leið á Kringlunni, Smáralind, Korputorgi og hvað þetta nú heitir allt saman. Ég samþykkti strax að hún mætti vera hjá mér og Hulda fór að versla. Um leið og hún var farin bað Snædís mig um að ná í bílasafnið mitt, ég lét hana fá nokkra bíla:

Snædís Eir 015Hún var alveg rosalega ánægð með bílana, en hún sagðist samt vilja fá dúkku í jólagjöf!

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Moondaddy

Rosalega er hún flott með bílana.

Moondaddy, 26.11.2008 kl. 19:50

2 identicon

Já, kauptu handa henni dúkku í jólagjöf, en gefðu henni líka vörubíl eins og ég gaf þér á jólunum 1961. Það hafði mjög góð og afdrifarík áhrif!

Langafi. (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 22:41

3 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Hvað er að ykkur? Auðvitað vill hún mótorhjól!! Þetta er alvöru töffarastelpa  

Anna Viðarsdóttir, 27.11.2008 kl. 00:46

4 Smámynd: Áslaug Kristinsdóttir

Alveg rétt Anna, auðvitað vill hún mótorhjól! Ég gef henni dúkku, vörubíl og mótorhjól. Kannski hefur hún þetta eins og ég: allar dúkkurnar sem ég fékk þegar ég var lítil eru til ennþá og alveg eins og nýjar, en allir bílarnir er ónýtir. Dúkkurnar voru bara upp í hillu á meðan ég var í bílaleik

Áslaug Kristinsdóttir, 4.12.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Áslaug Kristinsdóttir

Höfundur

Áslaug Kristinsdóttir
Áslaug Kristinsdóttir

Ferðalög, fréttir, fjölgun, fjölskyldan, farartæki, fótknúin farartæki, fróðleikur, fasteignir, fjör, fermingar, fjárfestingar,

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0001
  • Ferðalag 221
  • Ferðalag 101
  • Ferðalag 096

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband